Innlent

Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt.

Hún fór á vettvang og féllst maðurinn á að þiggja akstur heim til sín, þar sem félagar hans tóku við honum og komu honum í rúmið. Um svipað leyti í nótt handtók lögregla ölvaðan mann í Hafnarfirði sem hafði dregið bekki og fleira lauslegt út á akbraut. Hann lét ófriðlega og var vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×