Innlent

Rigning og rok á Menningarnótt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þegar það rignir á hlaupara er ekki verra fyrir þá að hafa buff á hausnum.
Þegar það rignir á hlaupara er ekki verra fyrir þá að hafa buff á hausnum. mynd/365
Veðrið fyrir Menningarnótt lítur ekki illa út þó ekki verði glampandi sól og hiti að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Það gæti orðið nokkuð blautt framan af um það leyti sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram og líklega verður einhver gola. Hlauparar ættu því að huga að hentugum fatnaði fyrir hlaupið.

Gestir Menningarnætur ættu einnig að búa sig vel því búast má við bleytu fram eftir degi. Hitinn verður líklega um 10 eða 11 stig og kólnar þegar fer að líða á kvöldið. Um kvöldið er þó ekki spáð mikilli rigningu, þá virðist einnig lægja eftir því sem líður á daginn.

Það er orðið haustlegt og má búast við því að veðrið haldist svipað og nú er fram í næstu viku á Suður og Vesturlandi.

Mun betra veður er fyrir austan og norðan í þessari viku og næstu. Þeir sem vilja komast í sól gætu eytt morgundeginum á Norðausturlandi, en þar er spáð yfir 20 stiga hita á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×