Innlent

Milljónaskellur á dvalarheimili

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Búast við að dvalarheimilið á Þórshöfn verði betur nýtt á næsta ári.
Búast við að dvalarheimilið á Þórshöfn verði betur nýtt á næsta ári. Fréttablaðið/Pjetur
Léleg nýting á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn á þessu ári hefur í för með sér tíu milljóna króna tap fyrir sveitarfélagið Langanesbyggð.

Þetta kom fram á kynningu sem heimamenn héldu fyrir þingmenn kjördæmisins. Þar var rekstri dvalarheimilisins í ár líkt við „skell“ fyrir sveitarfélagið.

„Málaflokkurinn þarf rekstrartryggingu frá ríkinu til frambúðar þannig að tap lendi ekki inn í bókum sveitarfélagsins þegar svo ber undir,“ sagði í kynningu heimanna sem kváðu þó horfurnar fyrir árið 2014 betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×