Innlent

Vantar meira húsnæði og betra net

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tekjur af ferðaþjónustunni fara úr héraðinu sögðu fundarmenn á íbúaþingi Skaftárhrepps..
Tekjur af ferðaþjónustunni fara úr héraðinu sögðu fundarmenn á íbúaþingi Skaftárhrepps.. Fréttablaðið/Vilhelm
„Efling ferðaþjónustu veltur á lengingu ferðamannatímans og í landbúnaði eru margvísleg tækifæri í fullvinnslu og markaðssetningu afurða,“ segir um niðurstöður íbúaþings í Skaftárhreppi um eflingu atvinnu á svæðinu.

Skortur á húsnæði hamli uppbyggingu og húshitunarkostnaður sé hár. Þá þurfi að bæta fjarskipti, rafmagn og vegi.

„Mikilvægt er að íbúar sjálfir hafi trú á sér og samfélaginu og rækti með sér jákvæðni, samhygð og samvinnu,“ segir á vef Skaftárhrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×