Enski boltinn

Ferguson segir Moyes að hugsa ekki um fortíðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson
Alex Ferguson nordicphotos/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, segir að David Moyes, núverandi stjóri United, geti aldrei flúið væntingar hjá félaginu.

Moyes hefur farið nokkuð illa af stað með United en liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig, átta stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sætinu.

Ferguson var við stjórnvölinn í 27 ár og vann fjölda titla fyrir félagið.

„Þegar maður tekur við liði eins og Manchester United er ekki hægt að komast hjá væntingum stuðningsmanna og ég komst fljótlega að því á sínum tíma,“ sagði Ferguson.

„Ég eyddi oft á tíðum löngum tíma í að hugsa um fortíðina og skoða síðustu tíu tímabil hjá félaginu. Það gerði mér ekki gott og fór oft alveg með mig.“

„Ég lærði að maður á að skoða sína eigin stöðu og horfa framá við. Ég leit ávallt til framtíðar þegar ég var stjóri hjá United.“

„David Moyes var í tíu ár hjá Everton og kom þeim klúbb upp á ákveðin stall í ensku úrvalsdeildinni, það er ákveðið afrek. Núna þarf hann samt sem áður að horfa áfram veginn og hugsa um hvað sé vænlegast fyrir Manchester United til framtíðar. Ég hef trú á honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×