Enski boltinn

Fletcher kominn aftur á völlinn eftir langa fjarveru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Darren Fletcher í leik með Man. Utd í nóvember árið 2012.
Darren Fletcher í leik með Man. Utd í nóvember árið 2012. nordicphotos/getty
Endurkoma Darren Fletcher hjá Manchester United er á næsta leyti en hann lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í tæplega tvö ár í gær.

Leikmaðurinn hefur verið að glíma við erfið veikindi síðastliðin ár en Fletcher greindist með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga árið 2011.

Hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu síðan þá og var ferill hans í hættu á tíma en sjúkdómurinn er í raun ólæknandi.

Þessi 29 ára Skoti lék með U-21 liði Man. Utd. í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham.

„Það er langt síðan að ég steig á völlinn og það var ólýsanleg tilfinning,“ sagði Fletcher í viðtali við MUTV gær.

„Ég hef verið að æfa töluvert undanfarnar vikur og kemst vonandi í aðalliðið innan skamms. Markmiðið mitt í kvöld var að spila fyrri hálfleikinn og sjá síðan til hvernig staðan væri a mér þá. Ég treysti mér að halda áfram sem er mjög jákvætt.“

„Læknar mínir hafa verið ótrúlegir og hjálpað mér mikið, sérstaklega Steve McNally en ég hef unnið náið með honum. Stuðningurinn frá félaginu hefur einnig verið ómetanlegur.“

„Þetta hefur vissulega verið erfiður tími fyrir mig en ég á yndislega fjölskyldu sem hefur staðið við bakið á mér allan tímann. Markmiðið hjá mér er að komast aftur í aðalliðið og vera inn í myndinni hjá stjóranum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×