Enski boltinn

Tíu Birmingham-menn féllu ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Callum Reilly klikkaði á víti í kvöld.
Callum Reilly klikkaði á víti í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hetjuleg barátta tíu Birmingham-manna í kvöld endaði í vítaspyrnukeppni þegar Stoke City tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta.

Stoke City vann vítaspyrnukeppnina 4-2 eftir að leikurinn sjálfur hafði endaði með 4-4 jafntefli. Stoke nýtti allar sínar vítaspyrnur en leikmenn Birmingham klikkaði á tveimur fyrstu vítum sínum.

Birmingham lék manni færri í 75 mínútur og náði að koma til baka og tryggja sér vítaspyrnukeppni eftir að hafa lent 1-3 undir í leiknum og 3-4 undir í framlengingu.

Wade Elliott, leikmaður Birmingham, fékk rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks en staðan var 1-1 í hálfleik. Oussama Assaidi kom Stoke yfir á 10. mínútu en Tom Adeyemi jafnaði metin á 28. mínútu.

Peter Crouch og Marko Arnautović komu Stoke í 3-1 í seinni hálfleik en varmaðurinn Peter Lövenkrands jafnaði með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútunum.

Kenwyne Jones kom Stoke enn á ný yfir í framlengingunni með marki á 94. mínútu en Olly Lee jafnaði á 118. mínútu og tryggði Birmingham vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin: Birmingham-Stoke 2-4

Mitch Hancox, Birmingham 0-0 (slá og yfir)

Kenwyne Jones, Stoke 0-1

Callum Reilly, Birmingham 0-1(framhjá)

Ryan Shawcross, Stoke 0-2

Peter Lövenkrands, Birmingham 1-2

Marc Muniesa, Stoke 1-3  

Olly Lee, Birmingham 2-3

Steven N'Zonzi, Stoke 2-4

Chelsea, Manchester United, West Ham, Leicester og Stoke tryggðu sér sæti í átta liða úrslit enska deildabikarsins sem klárast síðan með þremur leikjum á morgun.


Tengdar fréttir

Chicharito með tvö fyrir Man. United - úrslit kvöldsins

Chelsea, Manchester United, West Ham og Leicester City tryggðu sér öll í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta. Óvæntustu úrslitin voru þegar Leicester City sló út úrvalsdeildarliðið Fulham í miklum markaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×