Katrín vill bandalag vinstrimanna í sveitarstjórnarkosningunum í vor Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2013 11:15 Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sem hvetur til samstarfs vinstriflokka fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttablaðið /Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir stemningu fyrir því innan VG að flokkar á vinstri væng stjórnmálanna hefji samstarf eða myndi kosningabandalög fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ályktun hafi verið samþykkt um þetta á flokksráðfundi flokksins hinn 18. ágúst. „Ég heyri þetta víða í minni hreyfingu og raunar miklu víðar,“ segir Katrín. Samstarf um þetta verði að ráðast af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Hún viti hins vegar til þess að þetta sé til umræðu á nokkrum stöðum á landinu. Annaðhvort með yfirlýsingu um samstarf að loknum kosningum eða með kosningabandalagi.Tvístruðust í síðustu kosningum „Ég hef alltaf verið málsvari þess að vinstrimenn vinni saman. Í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er við völd tel ég að það skipti máli að fólk á þessum væng stjórnmálanna horfi til þess hvernig það geti sem mest og best unnið saman. Við sáum í síðustu kosningum hvernig þessi hópur tvístraðist mjög mikið, þannig að ég er fylgjandi því að það sé skoðað hvernig við getum átt samstarf, “ segir Katrín. Á Eyjunni í gær var Katrín nefnd sem leiðtogaefni slíks samstarfs. „Það hafa margir komið að máli við mig en ekki um þetta,“ segir Katrín sem kveður mikilvægara að einbeita sér að sveitarstjórnarkosningunum.Skynjar áhyggjur „Ég skynja áhyggjur fólks af núverandi stjórnarstefnu og hún er afleiðing þess að burðarflokkur jafnaðarmanna veiktist í síðustu kosningum og afl umbótasinnaðs fólks tvístraðist,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Lausnin sé að efla og styrkja burðarflokk jafnaðarmanna.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við getum gert það í samstarfi við aðra flokka og viljum að sjálfsögðu að sem flestir komi til stuðnings þeirri hugmynd,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir þessi mál ekki hafa verið mikið rædd innan hennar. Hann reikni með að flokkurinn sem skilgreini sig sem frjálslyndan miðjuflokk, einbeiti sér að sjálfstæðum framboðum. Guðmundur segist ekki vilja útiloka neitt þótt hann telji ólíklegt nú að Björt framtíð tæki þátt í bandalagi sem þessu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir stemningu fyrir því innan VG að flokkar á vinstri væng stjórnmálanna hefji samstarf eða myndi kosningabandalög fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ályktun hafi verið samþykkt um þetta á flokksráðfundi flokksins hinn 18. ágúst. „Ég heyri þetta víða í minni hreyfingu og raunar miklu víðar,“ segir Katrín. Samstarf um þetta verði að ráðast af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Hún viti hins vegar til þess að þetta sé til umræðu á nokkrum stöðum á landinu. Annaðhvort með yfirlýsingu um samstarf að loknum kosningum eða með kosningabandalagi.Tvístruðust í síðustu kosningum „Ég hef alltaf verið málsvari þess að vinstrimenn vinni saman. Í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er við völd tel ég að það skipti máli að fólk á þessum væng stjórnmálanna horfi til þess hvernig það geti sem mest og best unnið saman. Við sáum í síðustu kosningum hvernig þessi hópur tvístraðist mjög mikið, þannig að ég er fylgjandi því að það sé skoðað hvernig við getum átt samstarf, “ segir Katrín. Á Eyjunni í gær var Katrín nefnd sem leiðtogaefni slíks samstarfs. „Það hafa margir komið að máli við mig en ekki um þetta,“ segir Katrín sem kveður mikilvægara að einbeita sér að sveitarstjórnarkosningunum.Skynjar áhyggjur „Ég skynja áhyggjur fólks af núverandi stjórnarstefnu og hún er afleiðing þess að burðarflokkur jafnaðarmanna veiktist í síðustu kosningum og afl umbótasinnaðs fólks tvístraðist,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Lausnin sé að efla og styrkja burðarflokk jafnaðarmanna.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við getum gert það í samstarfi við aðra flokka og viljum að sjálfsögðu að sem flestir komi til stuðnings þeirri hugmynd,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir þessi mál ekki hafa verið mikið rædd innan hennar. Hann reikni með að flokkurinn sem skilgreini sig sem frjálslyndan miðjuflokk, einbeiti sér að sjálfstæðum framboðum. Guðmundur segist ekki vilja útiloka neitt þótt hann telji ólíklegt nú að Björt framtíð tæki þátt í bandalagi sem þessu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira