Assad segist ekki hafa notað efnavopn 26. ágúst 2013 08:40 Bahar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum í árás á hverfi uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira