Fótbolti

Klopp: Lewandowski verður áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Dortmund, kannast ekkert við að Robert Lewandowski hafi gert samkomulag við Bayern München um að hann fari til liðsins í sumar.

Lewandowski skoraði öll fjögur mörk Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær en fyrr í dag sagði umboðsmaður hans að leikmaðurinn hefði náð samkomulagi við annað félag og myndi fara þangað í sumar.

„Það er minn skilningur á málinu að Robert verði áfram hér á næsta ári,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.

„Staðreynd málsins er sú að okkur gengur mjög vel núna. Af hverjum ættum við að hugsa um næsta tímabil? Ég skil ekki ummæli umboðsmannsins og finnst þetta allt mjög skrýtið.“

Klopp sagði einnig á fundinum að bakvörðurinn Lukas Piszczek væri tæpur fyrir seinni leiki gegn Real Madrid í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×