Fótbolti

Klinsmann með Donovan í kuldanum

Takk fyrir komuna Landon. Klinsmann er ekki á því að hleypa Landon Donovan beint aftur í landsliðið.
Takk fyrir komuna Landon. Klinsmann er ekki á því að hleypa Landon Donovan beint aftur í landsliðið.
Landon Donovan hefur verið stærsta stjarnan í bandaríska fótboltanum undanfarin ár en svo er ekki lengur. Nú á hann ekki lengur öruggt sæti í bandaríska landsliðinu.

Donovan hefur verið talsvert mikið meiddur síðustu ´mánuði og á meðan hafa aðrir leikmenn stigið upp í bandaríska liðinu. Hann tók sér síðan sjálfskipað frí frá liðinu.

"Það eru menn á undan Donovan eins og staðan er núna. Hann þarf að vinna fyrir sæti sínu í liðinu á nýjan leik," sagði landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann.

Donovan hefur spilað 144 landsleiki og er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 49 mörk.

"Ég er að móta nýtt lið og hann hefur ekki verið hluti af því starfi. Það var hans val en á sama tíma héldum við áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×