Atvinnulausir fengu enga jólauppbót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 06:45 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjárveitingu í ríkisstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira