Retro Stefson í hollensku lagi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Ánægður með útkomuna Logi Pedro er ánægður með samstarfið við Kraak&Smaak. Mynd úr einkasafni „Þetta gekk allt mjög vel, lagið er mjög gott,“ segir Logi Pedro Stefánsson í hljómsveitinni Retro Stefson en hann söng, ásamt Unnsteini Manúel, bróður sínum, í lagi með hollensku rafhljómsveitinni Kraak&Smaak. Retro Stefson var á tónleikaferðalagi þegar hugmynd um samstarf kom upp. „Þeir höfðu heyrt okkur spila og höfðu samband. Vildu fá okkur til að syngja í einu lagi. Þeir vissu að við áttum nokkra frídaga í Berlín, svo þeir flugu frá Hollandi og leigðu hljóðver,“ bætir Logi við. Kraak&Smaak er afar vinsæl í raftónlistargeiranum og kom meðal annars fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum. Þetta lag var þó ekki eina samstarfsverkefni sveitanna tveggja. „Þeir endurhljóðblönduðu lagið okkar Qween. Það kom ótrúlega vel út.“ Annars er í nógu að snúast hjá Retro Stefson. Sveitin heldur svokallað Blokkpartí um helgina vegna platínusölu á plötu sveitarinnar, sem ber einnig nafnið Retro Stefson, á skemmtistaðnum Harlem. Plötusnúðar munu sjá um að skemmta gestum. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta gekk allt mjög vel, lagið er mjög gott,“ segir Logi Pedro Stefánsson í hljómsveitinni Retro Stefson en hann söng, ásamt Unnsteini Manúel, bróður sínum, í lagi með hollensku rafhljómsveitinni Kraak&Smaak. Retro Stefson var á tónleikaferðalagi þegar hugmynd um samstarf kom upp. „Þeir höfðu heyrt okkur spila og höfðu samband. Vildu fá okkur til að syngja í einu lagi. Þeir vissu að við áttum nokkra frídaga í Berlín, svo þeir flugu frá Hollandi og leigðu hljóðver,“ bætir Logi við. Kraak&Smaak er afar vinsæl í raftónlistargeiranum og kom meðal annars fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum. Þetta lag var þó ekki eina samstarfsverkefni sveitanna tveggja. „Þeir endurhljóðblönduðu lagið okkar Qween. Það kom ótrúlega vel út.“ Annars er í nógu að snúast hjá Retro Stefson. Sveitin heldur svokallað Blokkpartí um helgina vegna platínusölu á plötu sveitarinnar, sem ber einnig nafnið Retro Stefson, á skemmtistaðnum Harlem. Plötusnúðar munu sjá um að skemmta gestum.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira