Innlent

Vefbilun olli vandræðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vegna bilunar í tæknibúnaði hjá Advania lá Vísir.is niðri um tíma.

Búið er að lagfæra bilunina. Á Facebooksíðu Vísis hefur verið rætt um að um árás á síðuna sé að ræða en svo er ekki.

„Hópur sérfræðinga vann hörðum höndum að koma vefnum aftur í loftið. Við biðjum lesendur afsökunar á þessari bilun,“ sagði Tinni Sveinsson, vefstjóri Vísis.

Yfirlýsing frá Advania:

Frá því síðdegis í dag hafa verið bilanir í hýsingarumhverfi Advania. Bilanirnar hafa leitt af sér hægagang og í einhverjum tilfellum niðritíma á þjónustum.

Sérfræðingar Advania hafa unnið sleitulaust að bilanagreiningu og úrlausn og keyra nú allar þjónustur eðlilega. Vinna heldur áfram við úrlausn málsins. 

Advania vill nota tækifærið og biðja viðskiptavini sína og notendur afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×