Innlent

Íslendingar stunda nám í læknisfræði víða um heim

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir vildi vita hvort ekki væri rétt að námsmenn sem stunda nám erlendis og stetjast þar að, borgi markaðsvexti af námslánum.
Vigdís Hauksdóttir vildi vita hvort ekki væri rétt að námsmenn sem stunda nám erlendis og stetjast þar að, borgi markaðsvexti af námslánum.
150 íslendingar eru við nám í læknisfræði í útlöndum og fá lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.  Flestir stunda nám í Ungverjalandi eða 87,  næstflestir eru við nám í Slóvakíu eða 42 og 16 eru við nám í Danmörku.

Tveir eru stunda læknanám í Póllandi.  Einn er leggur stund á læknisfræði í Eistlandi, einn er skráður í nám í Þýskalandi og einn í Tælandi.  Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, Framsóknarflokki  um nám íslenskra ríkisborgara á erlendri grundu.

Vigdís hefur velt þeirri spurningu upp hvort ekki sé rétt að þeir sem stunda nám erlendis og fá lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna greiði markaðsvexti af námslánum sínum snúi þeir ekki heim að námi loknu.  Hún beindi þessari spurningu til Illuga.

Í svari ráðherra segir að ekki sé talið rétt að krefjast hærri vaxta af þeim sem kjósa að setjast að erlendis.   LÍN hafi það hlutverk að tryggja tækifæri til náms án tillits til efnahags og með því að skilyrða endurgreiðslu við búsetu myndast ójafnræði milli lántakenda. 

Þá segir í svari Illuga að það hafi verið stefna stjórnvalda um langa hríð, hvað varðar Lánasjóð íslenskra námsmanna, að gera ekki greinarmun á því hvar nemendur mennta sig, hvort sem það er heima eða erlends.

Nemendur fá lán til framfærslu og skólagjalda burtséð frá því hvar námið er stundað. Þessi stefna veitir íslenskum borgurum tækifæri til að mennta sig í bestu háskólum erlendis. Þetta fólk komi í miklum mæli aftur heim og auðgi íslenskt menntakerfi og atvinnulíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×