Innlent

Íslensk kona lést í Skötufirði eftir bílveltu

Heimir Már Pétursson skrifar
Íslensk kona lést eftir að bíll fór út af veginum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær og valt.

Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys í Skötufirði skömmu fyrir hádegi í gærdag. Lögregla og sjúkrabifreið voru send frá Ísafirði og í framhaldi var óskað eftir aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Íslenska konan ók bílnum og hafði kastaðist út úr honum við slysið og  reyndist  alvarlega slösuð en erlend kona var með henni í bílnum. Þyrla flutti konurnar á Landspítala Háskólasjúkrahús en íslenska konan reyndist látin þegar þangað var komið. Konurnar voru á leið frá Ísafirði þegar slysið átti sér stað. Slysið er til  rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×