"Hann er heppinn að hafa ekki lamast" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. júní 2013 18:02 Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Fjögur börn, fimm til átta ára gömul, voru á leið til baka úr reiðtúr ásamt leiðbeinendum sínum þegar þau þurftu að fara yfir götu við hesthúsahverfið á Kjóavöllum. Að sögn Höllu Maríu Þórðardóttur, eiganda reiðskólans, var teymt undir börnunum og farið að öllu með gát. „Svo kemur bíll á fleygiferð. Þau eru greinilega eitthvað fyrir honum og hann keyrir alveg á fullu framhjá þeim og heldur bara flautunni inni. Þá náttúrulega fælast hrossin og hlaupa yfir og það þarf svo lítið til að þessi krakkagrey detti af. Þau flugu öll af greyin,“ segir Halla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við þessa götu og segir Halla nauðsynlegt að setja upp hraðahindranir. Hún kveðst orðlaus yfir framkomu ökumannsins og segir börnin hafa orðið fyrir miklu áfalli. Eitt þeirra slasaðist alvarlega, hinn fimm ára gamli Patrekur Trausti Jóhannesson. Móðir hans, Sigurbjörg Magnúsdóttir, var á leiðinni að sækja hann í reiðskólann þegar hún þurfti að víkja fyrir sjúkrabílum. „Svo þegar ég kem á staðinn þá er verið að halda á stráknum mínum inn í sjúkrabíl. Ég sá ekki strax hvort hann væri með meðvitund, heldur sá bara að hann var greinilega illa slasaður. Allir hestarnir höfðu hlaupið í burtu og krakkarnir lágu bara eins og tuskur úti um allt,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var mikið kvalinn og átti erfitt með andardrátt. „Svo er hann spurður hvort hann finni fyrir fótunum og hann segir nei. Ég hugsaði bara guð minn góður, þetta getur ekki verið að gerast,“ segir Sigurbjörg. Stuttu seinna fór Patrekur að hreyfa fæturna en hann hlaut slæma áverka, meðal annars tvær rifur á lifrina og innvortis blæðingar. „Hann er með áverka á bakinu, á svæðinu hjá hryggnum, þar sem mænan er. Hann er mikið marinn þar og bara heppinn að hafa ekki lamast eða slasast ennþá meira. Það hefur greinilega verið einhver verndarvængur yfir honum,“ segir Sigurbjörg. Patrekur var fluttur af gjörgæslu á Barnaspítalann í dag og útlit er fyrir að hann nái sér að fullu. Sigurbjörg hvetur ökumenn til að sýna aðgát og vonar að ökuníðingurinn sjái að sér. Hann hefur ekki gefið sig fram.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira