Innlent

Íslandskort í fönn í Húsavíkurfjalli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Heimamenn á Húsavík eru ánægðir með Íslandsskaflinn í bæjarfjallinu
Heimamenn á Húsavík eru ánægðir með Íslandsskaflinn í bæjarfjallinu Mynd / Gaukur Hjartarson

Sérkennilegur snjóskafl í Húsavíkurfjalli vekur nú aðdáun bæjarbúa. Sjá heimamenn fönnina mynda skýrar útlínur Íslands.

„Magnað, flott, skemmtilegt og snilld," segir í umræðum um skaflinn á sérstakri Húsavíkursíðu á Facebook

„Er ekki upphaf Íslands á Húsavík?“ spyr einn. „Þess vegna heitir það Ísland!“ segir annar. „Snæland“ leggur einn til og annar dregur þessa ályktun: „Ísland er í Húsavíkurlandi!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×