Samskiptaleysi við ESA gæti ógilt fjölda laga Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 12. júní 2013 07:00 Xavier Lewis Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Líklegt er að fjöldi lagaákvæða og reglugerða sem íslensk stjórnvöld hafa lögfest á síðustu árum yrði felldur fyrir dómstólum þar sem farist hefur fyrir að tilkynna reglurnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Á þetta við um ýmiss konar takmarkanir á fjórfrelsisákvæðum Evrópuréttar. „Samkvæmt tilskipunum sem Íslandi ber að fylgja í samræmi við EES-samninginn skulu íslensk stjórnvöld bera undir ESA lög og reglugerðir sem varða ákveðna málaflokka. ESA fær hins vegar mjög fá slík erindi frá Íslandi, mun færri en stofnunin fær frá samanburðarlöndum,“ segir Xavier Lewis, forstöðumaður framkvæmda- og lögfræðisviðs ESA, og bætir við að þetta bendi til þess að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt tilkynningaskyldu sína til ESA. Þá segir Lewis að þetta skapi ákveðin vandamál því EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðir á þessum sviðum sem ekki hafi verið tilkynntar til ESA séu í raun óvirkar. Þær geta því ekki lagt skyldur á herðar einstaklingum og rekstraraðilum. Dómafordæmið sem Lewis vísar til varðar mál sem íslenska heildverslunin HOB-vín höfðaði gegn ÁTVR eftir að verslunin hafnaði því að selja ákveðnar vörur þar sem umbúðir þeirra þóttu kynferðislegar. Ákvörðun ÁTVR byggði á ákvæði í lögum um verslun með áfengi og tóbak en eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum komst síðarnefndi dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að lögin væru ógild þar sem ESA hefði ekki borist tilkynning um þau. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir að mikið sé um ákvæði sem þessi sem enginn fótur sé fyrir. Slík ákvæði séu á víð og dreif, einkum þegar kemur að réttarumhverfi fyrirtækja og innflutnings á vörum til landsins. „Íslensk stjórnvöld virðast gjörn á að sérsauma hinar ýmsu reglur sem ekki taka mið af innri markaðnum og skuldbindingum okkar samkvæmt EES-samningnum. Í þessum tilvikum ofmeta stjórnvöld gjarnan svigrúm sitt og hunsa þar að auki oft tilkynningaskyldu sína,“ segir Páll. Þá segir Páll að skort hafi á að einstaklingar og fyrirtæki láti reyna á reglur fyrir dómi. Þangað til það sé gert muni þessi ákvæði standa óhögguð, þessum aðilum og oft samfélaginu öllu til tjóns.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira