Fótbolti

Konur eiga að þegja á almannafæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Holger Osieck.
Holger Osieck. Nordic Photos / Getty Images

Þjóðverjinn Holger Osieck, landsliðsþjálfari Ástrala í knattspyrnu, hefur komið sér í vandræði fyrir ummæli sín á blaðamannafundi.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi var Osieck að fá sér sæti fyrir blaðamannafund í Ástralíu þegar hann lét þau orð falla að konur ættu að þegja þegar þær eru á almannafæri.

Hann sló þessu upp í grín og bætti við að þetta væri eitthvað sem hann segði við sína eiginkonu á heimili þeirra.

„Er verið að taka þetta upp? Þá verð ég dálæti allra ástralska eiginkvenna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×