Kadmíum yfir leyfilegum mörkum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 12. júní 2013 19:08 Matvælastofnun tók sýni úr sextán af þeim 22 áburðartegundum sem Skeljungur flutti inn í vor og þrettán þeirra mældust með kadmíum yfir leyfilegu magni. Leyfilegt magn kadmíums í áburði á Íslandi er 50 milligrömm í kg fosfórs en í áburði Skeljungs mældist hæsta gildið tvöfalt hærra en heimilt er, eða 111 mg/kg. Þessi niðurstaða kom Skeljungi á óvart því fyrirtækið hafði látið rannsóknarstofu í Bretlandi mæla kadmíumagnið í fosfórnum og það hafi mælst innan marka. „Við teljum helstu skýringuna á þessu vera þá að það hafi orðið mistök hjá okkar birgja. Að hann hafi notað annan fosfór sem efni í þennan áburð heldur en hann ætlaði sér og heldur en hann hafði lofað okkur og tekið sýni úr og efnagreint fyrir okkur. Einhvers staðar þarna verða mistök þannig að rangt efni er notað til þess að gera þennan áburð," segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Skeljungs. Hann segist ekki draga niðurstöðu Matvælastofnunar í efa á neinn hátt. Sala á áburðinum hefur verið stöðvuð og viðskiptavinir Skeljungs geta skilað honum og fengið endurgreitt. Það er hinsvegar komið fram í júní og flestir bændur búnir að dreifa áburði á tún sín. Einar Örn segir að Skeljungur geti ekki útvegað annan áburð í staðinn því verksmiðjan geti ekki afhent kadmíumlausan áburð með skömmum fyrirvara til Íslands. Áburðurinn hefur ekki í för með sér bráða hættu en kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og með endurtekinni notkun á kadmíum ríkum áburði skapast hætta á skaðlegum áhrifum. Samskonar mál kom upp hjá Skeljungi fyrir tveimur árum síðan og var það áburður frá sömu bresku áburðarframleiðendum, Origin. „Sem gerir málið ennþá vandræðalegra, þeir þekkja málið vel. Komu hingað þá og töluðu við okkur og viðskiptavini okkar, eftirlitsaðila og stjórnvöld svo þeir þekkja þetta mjög vel," segir Einar Örn. Íslenskar reglur um magn kadmíums þykja mjög strangar. Finnar eru með sömu mörk, 50 mg kadmíum í kg fosfórs. Í Noregi og Svíþjóð eru mörkin helmingi hærri en víða eru engin mörk. „Birginn okkar selur nærri allt sitt magn á Bretlandi og Írlandi, þar gilda ekki þessi lög um kadmíummagn eins og á Íslandi og í rauninni er löggjöfin frekar ströng hér. Þess vegna reynist þetta okkar birgjum flóknara en ella en það er svosem engin afsökun," segir Einar Örn. Um er að ræða áburðartegundir undir heitinu Sprettur, sem er fosfóráburður. Fosfór er eitt af undirstöðu næringarefnunum fyrir plöntur og kadmíum er náttúruleg mengun í fosfórnum sem hefur ekkert hlutverk. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var kadmíuminnihald í lagi hjá öðrum áburðarinnflytjendum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Matvælastofnun tók sýni úr sextán af þeim 22 áburðartegundum sem Skeljungur flutti inn í vor og þrettán þeirra mældust með kadmíum yfir leyfilegu magni. Leyfilegt magn kadmíums í áburði á Íslandi er 50 milligrömm í kg fosfórs en í áburði Skeljungs mældist hæsta gildið tvöfalt hærra en heimilt er, eða 111 mg/kg. Þessi niðurstaða kom Skeljungi á óvart því fyrirtækið hafði látið rannsóknarstofu í Bretlandi mæla kadmíumagnið í fosfórnum og það hafi mælst innan marka. „Við teljum helstu skýringuna á þessu vera þá að það hafi orðið mistök hjá okkar birgja. Að hann hafi notað annan fosfór sem efni í þennan áburð heldur en hann ætlaði sér og heldur en hann hafði lofað okkur og tekið sýni úr og efnagreint fyrir okkur. Einhvers staðar þarna verða mistök þannig að rangt efni er notað til þess að gera þennan áburð," segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Skeljungs. Hann segist ekki draga niðurstöðu Matvælastofnunar í efa á neinn hátt. Sala á áburðinum hefur verið stöðvuð og viðskiptavinir Skeljungs geta skilað honum og fengið endurgreitt. Það er hinsvegar komið fram í júní og flestir bændur búnir að dreifa áburði á tún sín. Einar Örn segir að Skeljungur geti ekki útvegað annan áburð í staðinn því verksmiðjan geti ekki afhent kadmíumlausan áburð með skömmum fyrirvara til Íslands. Áburðurinn hefur ekki í för með sér bráða hættu en kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og með endurtekinni notkun á kadmíum ríkum áburði skapast hætta á skaðlegum áhrifum. Samskonar mál kom upp hjá Skeljungi fyrir tveimur árum síðan og var það áburður frá sömu bresku áburðarframleiðendum, Origin. „Sem gerir málið ennþá vandræðalegra, þeir þekkja málið vel. Komu hingað þá og töluðu við okkur og viðskiptavini okkar, eftirlitsaðila og stjórnvöld svo þeir þekkja þetta mjög vel," segir Einar Örn. Íslenskar reglur um magn kadmíums þykja mjög strangar. Finnar eru með sömu mörk, 50 mg kadmíum í kg fosfórs. Í Noregi og Svíþjóð eru mörkin helmingi hærri en víða eru engin mörk. „Birginn okkar selur nærri allt sitt magn á Bretlandi og Írlandi, þar gilda ekki þessi lög um kadmíummagn eins og á Íslandi og í rauninni er löggjöfin frekar ströng hér. Þess vegna reynist þetta okkar birgjum flóknara en ella en það er svosem engin afsökun," segir Einar Örn. Um er að ræða áburðartegundir undir heitinu Sprettur, sem er fosfóráburður. Fosfór er eitt af undirstöðu næringarefnunum fyrir plöntur og kadmíum er náttúruleg mengun í fosfórnum sem hefur ekkert hlutverk. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var kadmíuminnihald í lagi hjá öðrum áburðarinnflytjendum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent