Innlent

Ekki leitað í nótt

Boði Logason skrifar
Frá leitinni í dag
Frá leitinni í dag Mynd/Pjetur

Leitinni að manninum, sem féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í gær, hefur verið frestað þar til í fyrramálið. Ekki verður leitað meira í kvöld og í nótt. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við lögreglu.

Í fyrramálið verður farið í meiri rannsóknarvinnu  og fleiri reköld sett í ána til að skoða hvert straumurinn ber þau.

Þau reköld sem þegar hafa verið sett út hafa farið með ánni út í sjó og því hefur verið lögð áhersla á að leita á sjó utan við ósinn.

Það hefur þó ekki gengið nægilega vel þar sem mikil alda fylgir norðanáttinni sem er á svæðinu. Búið er að ganga bakka árinnar mörgum sinnum sem og fjörur sitthvoru megin við ósinn en það hefur engan árangur borið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×