Enski boltinn

Mourinho til í að hjálpa enska landsliðinu

Mourinho er alltaf léttur.
Mourinho er alltaf léttur. vísir/getty
Portúgalinn Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið fram sína aðstoð í nefnd sem á að hjálpa enska landsliðinu að ná betri árangri.

England tryggði sér farseðilinn á HM síðasta þriðjudag og Mourinho hefur trú á því að enska landsliðið geti gert góða hluti á mótinu.

"Ef þeir vilja tala við mig þá mun ég gefa mitt álit. Ef við horfum í núið en ekki á næstu þrjú til fjögur ár þá er Roy Hodgson með nógu góðan hóp til þess að standa sig á HM," sagði Portúgalinn.

"HM án Englands er engin heimsmeistarakeppni. Þetta er ein af stóru fótboltaþjóðunum og þó svo liðið sé ekki alltaf meðal þeirra bestu þá verður England alltaf að vera með á HM."

Mourinho segist því hafa glaðst er England tryggði sér farseðilinn á HM.

"Ég fagnaði ekki með því að hoppa í stofunni eða byrja að fá mér í glas. Það er ekki mín leið. Ég var mjög glaður inn í mér samt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×