Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 3-1 | KR með fjögurra stiga forskot Eyþór Atli Einarsson á KR-velli skrifar 29. ágúst 2013 11:19 Mynd/Stefán KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum með 3-1 sigri á Valsmönnum í Pepsi-deild karla í fótbolta á KR-vellinum í kvöld en þetta var frestaður leikur úr 10. umferð. Þetta var fyrsti heimasigur KR á nágrönnum sínum í átta ár en um leið sjötti heimasigur Vesturbæjarliðsins í röð í Pepsi-deildinni. KR-ingar komust í 40 stig með þessum sigri en liðið er nú eitt á toppnum með fjögurra stiga forskot á FH auk þess að KR-liðið á enn leik inni á FH-liðið. KR-völlurinn hefur reynst Vesturbæingum vel enda hefur liðið náð í 25 af 27 stigum í boði í Frostaskjólinu í sumar. Gary Martin skoraði fyrsta mark KR á 20. mínútu en Baldur Sigurðsson bætti síðan við öðru marki á 65. mínútu. Óskar Örn Hauksson lagði upp bæði mörkin. Patrick Pedersen minnkaði muninn í 2-1 ellefu mínútum fyrir leikslok og næstu mínúturnar urðu spennandi. Varamaðurinn Emil Atlason gerði hinsvegar út um leikinn á 86. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir þegar Fjalar Þorgeirsson varði skot Óskars Arnar Haukssonar. Það kom á óvart hversu fáir voru mættir í Frostaskjólið þegar leikur hófst á milli Reykjavíkurstórveldanna KR og Vals. Leikurinn var reyndar á erfiðum tíma fyrir vinnandi almúgann og tíndist fólk á völlinn þegar á leið fyrri hálfleikinn. Leikurinn fór rólega af stað en KR tók fljótt völdin og virtust líklegri til að setja mark í byrjun. Atli Sigurjónsson fékk fyrsta alvöru færi leiksins á tíundu mínútu en hægri fótur Atla var ekki hans besti vinur í dag og hann mokaði boltanum framhjá. Valsarar fengu tvö ágætis færi á næstu mínútum þar á eftir og ber þar helst að nefna skot Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem Hannes varði vel. Bjarni Ólafur fékk þá að leika boltanum ansi nálægt markinu og það var allt opið fyrir baneitraðan vinstri fót hans. Því miður fyrir gestina brást honum bogalistin í þetta skiptið. Það var svo á tuttugustu mínútu að það gerðist það sem legið hafði í loftinu í nokkrar mínútur. KR fær þá skyndisókn sem endar með „skemmtilegri“ gabbhreyfingu Óskars Arnar Haukssonar sem rennir boltanum á Gary Martin sem stóð óvaldaður í teignum og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Eftir markið voru KR líklegri til að skora og á 43. mínútu komst Baldur Sigurðsson til að mynda í dauðafæri en skaut framhjá og staðan því 1-0 í hálfleik fyrir KR. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og gestirnir áttu mjög erfitt með að ná upp spili sín á milli. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk reyndar færi á 50. mínútu þegar hann skaut yfir eftir fallega sendingu frá Patrick Pedersen. Á 65. mínútu skoruðu KR svo sitt annað mark og komu sér í ákjósanlega stöðu. Þar voru að verki Óskar Örn og Baldur. Óskar átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Valsmanna og Baldur sneri á varnarmenn og lagði boltann framhjá Fjalari í markinu. 2-0 og alls ekki ósanngjörn staða. Þeir svarthvítu gáfu aðeins eftir fljótlega eftir annað markið og Valsmenn náðu undirtökunum. Þeir náðu að minnka muninn á 80. mínútu. Jónas Tór Næs tók þá langt innkast sem var framlengt inn í miðjan markteiginn. Þar stóð Patrick Pedersen og lagði boltann í fjærhornið. Snyrtilegt mark og spenna komin í leikinn. Valsarar gerðu það sem þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og Emil Atlason eyðilagði þá drauma með því að skora þriðja mark KR þegar hann fylgdi eftir hörku skoti Óskars Arnar. 3-1 og heimamenn gátu aftur andað léttar. KR sigur niðurstaðan og voru það nokkuð sanngjörn úrslit. Það sem skildi á milli í leiknum í kvöld var einna helst það að KR kom sér í betri færi og nýtti þau. Hlaupin frá Baldri Sigurðssyni inn í teiginn voru baneitruð að vanda og þá var Jónas Guðni Sævarsson virkilega öflugur í leiknum. Hann átti varla feilsendingu allan leikinn og vinnslan á honum var gríðarleg. Það sama má segja um Hauk Heiðar og Brynjar Björn. Óskar Örn var hættulegur og lagði upp þrjú mörk. Baldur var sívinnandi og kom sér í nokkur færi, uppskar mark og var að öðrum ólöstuðum maður þessa leiks. Hjá Val voru menn nokkuð jafnir. Bakverðirnir Bjarni Ólafur og Jónas Tór Næs áttu fínan leik en Patrick Pedersen var þeirra hættulegasti maður og var það svekkjandi fyrir Val að hann fann sig ekki fyrr en í síðari hálfleik. KR sýndi enga meistaratakta en skiluðu þremur stigum og nú er það algjörlega í þeirra höndum að klára þetta mót og koma dollunni í Vesturbæinn. Baldur Sigurðsson: Skipti um skó í hálfleik„Ég fékk þessa spurningu í dag og þetta er fáránleg spurning. Það er rétt að við erum með fjögurra stiga forystu og það er góð staða, en að segja að við séum með níu fingur á titlinum er kjánalegt því annað eins hefur nú gerst að menn klúðri svona stöðu. Ef að menn fá það inn í hausinn á sér og þið farið að prenta þetta inn í hausinn á ykkur þá verðum við fljótir að tapa þessu. Það er nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, spurður að því hvort að KR væri komið með níu fingur á titilinn eftir sigur á Valsmönnum í kvöld. „Titillinn er engu að síður okkar til að tapa en það er mikið eftir af þessu og við þurfum að koma jafneinbeittir í næsta leik eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þjálfarteymið gerði vel í því að koma okkur niður á jörðina eftir síðasta leik gegn FH og við vorum virkilega gíraðir í dag í það að vinna Valsarana loksins á heimavelli.“ „Frammistaða liðsins var mjög góð alveg frá markmanni og upp á topp. Það var reyndar óþolandi að fá á sig þetta mark og ég held að í síðustu fjórum leikjum hefur það gerst að við erum komnir í 2-0 og fáum á okkur mark sem setur óþarfa spennu í þetta. En við erum með gæði á öllum vellinum og þar á meðal frammi til að refsa liðunum og komast í 3-1 og klára leikinn alveg.“ „Maður fær aukaslag þegar þeir minnka muninn en við erum með góða vörn og mér fannst Grétar nú eiga alla háu boltana sem þeir voru að dæla fram,“ aðspurður hvort hann hafi orðið stressaður þegar Valur minnkar muninn. Baldur skoraði eitt mark í dag en var alltaf mættur í inn í teig og var ógnandi. „Það var fúlt að skora ekki annað. Ég fékk ágætis færi í fyrri hálfleik en ég skipti um skó í hálfleik og bætti upp fyrir það þar,“ sagði markaskorarinn kampakátur að lokum. Maggi Gylfa: Við erum líklega svona grófir„Við erum náttúrulega grautfúlir. Við komum til að vinna leikinn og eins og leikurinn spilaðist hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Við vorum alltaf inni í leiknum en við gerumst sekir um mistök í þessum mörkum og KR-ingar eru fljótir að refsa og að sama skapi gefa þeir engin færi á sér,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir tap gegn KR í kvöld. „Mér fannst ekki sanngjarnt að vera undir í hálfleik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik og það gekk allt upp sem við lögðum upp með nema við gleymum okkur aðeins og þeir skora. Við töpum boltanum illa á miðjunni og þeir fá hraða sókn og við komum boltanum ekki í burtu og þeir skora. Svona gerast hlutirnir en mér fannst við vera að leggja okkur fram og reyna að spila góðan fótbolta. Það tókst því miður ekki í dag þar sem KR er með frábært lið.“ „Við kannski hættum okkur of framarlega og þeir eiga góða sókn sem við verjum. Síðan eru menn ekki á tánum og þeir taka frákastið og skora í tómt markið þar fannst mér mínir menn sofandi,“ sagði Magnús um þriðja mark KR-inga. „Ég veit ekki hvort að það hallaði á okkur í dómgæslunni en í fyrri hálfleik mátti ekki koma við þá því þá var dæmd aukaspyrna. Ég get ekki trúað að það sé alltaf aukaspyrna þegar við komum við þá en við erum líklega svo grófir,“ sagði þjálfarinn gáttaður á aukaspyrnunum sem Valur fékk dæmdar á sig í leiknum. Rúnar Kristinsson: Það er ekki alltaf "sambabolti“„Ég er gríðarlega sáttur. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið sannfærandi. Valsararnir eru virkilega sterkir en við vorum þolinmóðir og nýttum færin okkar. Við komum okkur í góða stöðu með því að komast í 2-0 og þá hélt ég að við ætluðum að landa þessu. Þeir veittu okkur þó mikla samkeppni og skoruðu þetta mark sem fékk mann til að óttast að eitthvað myndi gerast. Við kláruðum þetta þó og skorum þriðja markið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigur sinna manna gegn Val í kvöld. „Við erum með marga góða leikmenn sem geta gert margt upp á eigin spýtur. Við erum einnig með góða heild og samspilið er gott. Leikmenn eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að gera vel og þess vegna erum við kannski á toppnum,“ sagði Rúnar en KR-ingar erum með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. „Leikurinn hefði auðvitað þróast öðruvísi ef við hefðum verið með meira forskot í hálfleik. Það er nú þó þannig að þegar völlurinn er svona blautur að þá er margt sem getur gerst og við megum vel við una að hafa verið 1-0 yfir fyrir síðari hálfleikinn.“ „Valsmenn eru með gott lið, fullt af góðum leikmönnum. Við berum virðingu fyrir þeim og Magnúsi Gylfasyni og því sem hann er að gera en við komum inn í leikinn með að spila okkar leik og þó svo að það sé ekki alltaf þessi „sambabolti“ sem áhorfendur vilja sjá þá eru það þrjú stig sem við viljum og það er sama hvernig þau koma. Við náðum þeim í dag.“ „Bjarni (Guðjónsson) meiddist í leiknum gegn FH og Brynjar Björn er í leikbanni í næsta leik þannig að við hvíldum Bjarna í dag. Ég er með fína breidd þannig að ég hafði engar áhyggjur,“ sagði Rúnar að lokum aðspurður hvort Bjarni Guðjónsson væri mikið meiddur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum með 3-1 sigri á Valsmönnum í Pepsi-deild karla í fótbolta á KR-vellinum í kvöld en þetta var frestaður leikur úr 10. umferð. Þetta var fyrsti heimasigur KR á nágrönnum sínum í átta ár en um leið sjötti heimasigur Vesturbæjarliðsins í röð í Pepsi-deildinni. KR-ingar komust í 40 stig með þessum sigri en liðið er nú eitt á toppnum með fjögurra stiga forskot á FH auk þess að KR-liðið á enn leik inni á FH-liðið. KR-völlurinn hefur reynst Vesturbæingum vel enda hefur liðið náð í 25 af 27 stigum í boði í Frostaskjólinu í sumar. Gary Martin skoraði fyrsta mark KR á 20. mínútu en Baldur Sigurðsson bætti síðan við öðru marki á 65. mínútu. Óskar Örn Hauksson lagði upp bæði mörkin. Patrick Pedersen minnkaði muninn í 2-1 ellefu mínútum fyrir leikslok og næstu mínúturnar urðu spennandi. Varamaðurinn Emil Atlason gerði hinsvegar út um leikinn á 86. mínútu þegar hann fylgdi vel á eftir þegar Fjalar Þorgeirsson varði skot Óskars Arnar Haukssonar. Það kom á óvart hversu fáir voru mættir í Frostaskjólið þegar leikur hófst á milli Reykjavíkurstórveldanna KR og Vals. Leikurinn var reyndar á erfiðum tíma fyrir vinnandi almúgann og tíndist fólk á völlinn þegar á leið fyrri hálfleikinn. Leikurinn fór rólega af stað en KR tók fljótt völdin og virtust líklegri til að setja mark í byrjun. Atli Sigurjónsson fékk fyrsta alvöru færi leiksins á tíundu mínútu en hægri fótur Atla var ekki hans besti vinur í dag og hann mokaði boltanum framhjá. Valsarar fengu tvö ágætis færi á næstu mínútum þar á eftir og ber þar helst að nefna skot Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem Hannes varði vel. Bjarni Ólafur fékk þá að leika boltanum ansi nálægt markinu og það var allt opið fyrir baneitraðan vinstri fót hans. Því miður fyrir gestina brást honum bogalistin í þetta skiptið. Það var svo á tuttugustu mínútu að það gerðist það sem legið hafði í loftinu í nokkrar mínútur. KR fær þá skyndisókn sem endar með „skemmtilegri“ gabbhreyfingu Óskars Arnar Haukssonar sem rennir boltanum á Gary Martin sem stóð óvaldaður í teignum og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Eftir markið voru KR líklegri til að skora og á 43. mínútu komst Baldur Sigurðsson til að mynda í dauðafæri en skaut framhjá og staðan því 1-0 í hálfleik fyrir KR. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og gestirnir áttu mjög erfitt með að ná upp spili sín á milli. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk reyndar færi á 50. mínútu þegar hann skaut yfir eftir fallega sendingu frá Patrick Pedersen. Á 65. mínútu skoruðu KR svo sitt annað mark og komu sér í ákjósanlega stöðu. Þar voru að verki Óskar Örn og Baldur. Óskar átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Valsmanna og Baldur sneri á varnarmenn og lagði boltann framhjá Fjalari í markinu. 2-0 og alls ekki ósanngjörn staða. Þeir svarthvítu gáfu aðeins eftir fljótlega eftir annað markið og Valsmenn náðu undirtökunum. Þeir náðu að minnka muninn á 80. mínútu. Jónas Tór Næs tók þá langt innkast sem var framlengt inn í miðjan markteiginn. Þar stóð Patrick Pedersen og lagði boltann í fjærhornið. Snyrtilegt mark og spenna komin í leikinn. Valsarar gerðu það sem þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og Emil Atlason eyðilagði þá drauma með því að skora þriðja mark KR þegar hann fylgdi eftir hörku skoti Óskars Arnar. 3-1 og heimamenn gátu aftur andað léttar. KR sigur niðurstaðan og voru það nokkuð sanngjörn úrslit. Það sem skildi á milli í leiknum í kvöld var einna helst það að KR kom sér í betri færi og nýtti þau. Hlaupin frá Baldri Sigurðssyni inn í teiginn voru baneitruð að vanda og þá var Jónas Guðni Sævarsson virkilega öflugur í leiknum. Hann átti varla feilsendingu allan leikinn og vinnslan á honum var gríðarleg. Það sama má segja um Hauk Heiðar og Brynjar Björn. Óskar Örn var hættulegur og lagði upp þrjú mörk. Baldur var sívinnandi og kom sér í nokkur færi, uppskar mark og var að öðrum ólöstuðum maður þessa leiks. Hjá Val voru menn nokkuð jafnir. Bakverðirnir Bjarni Ólafur og Jónas Tór Næs áttu fínan leik en Patrick Pedersen var þeirra hættulegasti maður og var það svekkjandi fyrir Val að hann fann sig ekki fyrr en í síðari hálfleik. KR sýndi enga meistaratakta en skiluðu þremur stigum og nú er það algjörlega í þeirra höndum að klára þetta mót og koma dollunni í Vesturbæinn. Baldur Sigurðsson: Skipti um skó í hálfleik„Ég fékk þessa spurningu í dag og þetta er fáránleg spurning. Það er rétt að við erum með fjögurra stiga forystu og það er góð staða, en að segja að við séum með níu fingur á titlinum er kjánalegt því annað eins hefur nú gerst að menn klúðri svona stöðu. Ef að menn fá það inn í hausinn á sér og þið farið að prenta þetta inn í hausinn á ykkur þá verðum við fljótir að tapa þessu. Það er nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, spurður að því hvort að KR væri komið með níu fingur á titilinn eftir sigur á Valsmönnum í kvöld. „Titillinn er engu að síður okkar til að tapa en það er mikið eftir af þessu og við þurfum að koma jafneinbeittir í næsta leik eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þjálfarteymið gerði vel í því að koma okkur niður á jörðina eftir síðasta leik gegn FH og við vorum virkilega gíraðir í dag í það að vinna Valsarana loksins á heimavelli.“ „Frammistaða liðsins var mjög góð alveg frá markmanni og upp á topp. Það var reyndar óþolandi að fá á sig þetta mark og ég held að í síðustu fjórum leikjum hefur það gerst að við erum komnir í 2-0 og fáum á okkur mark sem setur óþarfa spennu í þetta. En við erum með gæði á öllum vellinum og þar á meðal frammi til að refsa liðunum og komast í 3-1 og klára leikinn alveg.“ „Maður fær aukaslag þegar þeir minnka muninn en við erum með góða vörn og mér fannst Grétar nú eiga alla háu boltana sem þeir voru að dæla fram,“ aðspurður hvort hann hafi orðið stressaður þegar Valur minnkar muninn. Baldur skoraði eitt mark í dag en var alltaf mættur í inn í teig og var ógnandi. „Það var fúlt að skora ekki annað. Ég fékk ágætis færi í fyrri hálfleik en ég skipti um skó í hálfleik og bætti upp fyrir það þar,“ sagði markaskorarinn kampakátur að lokum. Maggi Gylfa: Við erum líklega svona grófir„Við erum náttúrulega grautfúlir. Við komum til að vinna leikinn og eins og leikurinn spilaðist hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Við vorum alltaf inni í leiknum en við gerumst sekir um mistök í þessum mörkum og KR-ingar eru fljótir að refsa og að sama skapi gefa þeir engin færi á sér,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir tap gegn KR í kvöld. „Mér fannst ekki sanngjarnt að vera undir í hálfleik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik og það gekk allt upp sem við lögðum upp með nema við gleymum okkur aðeins og þeir skora. Við töpum boltanum illa á miðjunni og þeir fá hraða sókn og við komum boltanum ekki í burtu og þeir skora. Svona gerast hlutirnir en mér fannst við vera að leggja okkur fram og reyna að spila góðan fótbolta. Það tókst því miður ekki í dag þar sem KR er með frábært lið.“ „Við kannski hættum okkur of framarlega og þeir eiga góða sókn sem við verjum. Síðan eru menn ekki á tánum og þeir taka frákastið og skora í tómt markið þar fannst mér mínir menn sofandi,“ sagði Magnús um þriðja mark KR-inga. „Ég veit ekki hvort að það hallaði á okkur í dómgæslunni en í fyrri hálfleik mátti ekki koma við þá því þá var dæmd aukaspyrna. Ég get ekki trúað að það sé alltaf aukaspyrna þegar við komum við þá en við erum líklega svo grófir,“ sagði þjálfarinn gáttaður á aukaspyrnunum sem Valur fékk dæmdar á sig í leiknum. Rúnar Kristinsson: Það er ekki alltaf "sambabolti“„Ég er gríðarlega sáttur. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið sannfærandi. Valsararnir eru virkilega sterkir en við vorum þolinmóðir og nýttum færin okkar. Við komum okkur í góða stöðu með því að komast í 2-0 og þá hélt ég að við ætluðum að landa þessu. Þeir veittu okkur þó mikla samkeppni og skoruðu þetta mark sem fékk mann til að óttast að eitthvað myndi gerast. Við kláruðum þetta þó og skorum þriðja markið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigur sinna manna gegn Val í kvöld. „Við erum með marga góða leikmenn sem geta gert margt upp á eigin spýtur. Við erum einnig með góða heild og samspilið er gott. Leikmenn eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að gera vel og þess vegna erum við kannski á toppnum,“ sagði Rúnar en KR-ingar erum með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. „Leikurinn hefði auðvitað þróast öðruvísi ef við hefðum verið með meira forskot í hálfleik. Það er nú þó þannig að þegar völlurinn er svona blautur að þá er margt sem getur gerst og við megum vel við una að hafa verið 1-0 yfir fyrir síðari hálfleikinn.“ „Valsmenn eru með gott lið, fullt af góðum leikmönnum. Við berum virðingu fyrir þeim og Magnúsi Gylfasyni og því sem hann er að gera en við komum inn í leikinn með að spila okkar leik og þó svo að það sé ekki alltaf þessi „sambabolti“ sem áhorfendur vilja sjá þá eru það þrjú stig sem við viljum og það er sama hvernig þau koma. Við náðum þeim í dag.“ „Bjarni (Guðjónsson) meiddist í leiknum gegn FH og Brynjar Björn er í leikbanni í næsta leik þannig að við hvíldum Bjarna í dag. Ég er með fína breidd þannig að ég hafði engar áhyggjur,“ sagði Rúnar að lokum aðspurður hvort Bjarni Guðjónsson væri mikið meiddur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira