Innlent

Kallar eftir tafarlausri rannsókn á efnavopnaárás í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að meintar efnavopnaárásir á úthverfi Damaskus í Sýrlandi verði að rannsaka án tafar. Hann hefur ákveðið að senda Angelu Kane til Sýrlands til þess að þrýsta á að sveitir Sameinuðu þjóðanna fái aðgang að svæðinu, en hún fer fyrir afvopnunarmálum innan sambandsins.

Talið er að hundruð hafi látið lífið í efnavopnaárásinni en Sýrlensk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa beitt slíkum vopnum og fullyrða að uppreisnarmenn hafi staðið á bak við ódæðið. Frönsk stjórnvöld sögðu í gær að mögulega þurfi alþjóðasamfélagið að beita hervaldi til þess að binda enda á ástandið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×