Gufupönkhátíð í bígerð í Vesturbyggð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Ingimar Oddsson vinnur að því að halda fyrstu gufupönkhátíð landsins vestur á fjörðum eða í Bíldalíu eins og Vesturbyggð heitir í hans kokkabókum. Listamaðurinn Ingimar Oddsson vinnur að því að halda gufupönkhátíð í Vesturbyggð næsta sumar. Það mun verða, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta slíka hátíðin sem haldin er hér á landi. „Gufupönk er stefna í list sem á rætur að rekja til vísindaskáldsagna gufualdar, Jules Vernes, H.G. Wells og fleiri,“ útskýrir Ingimar. „Þar er nútíma tækni sett í umgjörð nítjándu aldar.“ Hátíðin mun því vissulega bera svip Viktoríutímans og mörk skáldskapar og raunveruleika verða óljósari en ella. „Í júní á næsta ári, nánar tiltekið helgina 27. til 30 júní mun bæjarfélagið Vesturbyggð breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Loftskip svífa yfir og fimleikamenn sýna listir sínar. Samkoman myndi ná hámarki sínu í stórdansleik þar sem fína fólkið dansar inn í nóttina. Karlpeningurinn með pípuhatta og konurnar í síðkjólum og korselettum.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, þarf þó engar áhyggjur að hafa af þessum umskiptum sveitarfélagsins því Bíldalía þessi er tilbúið ævintýraland sem Ingimar gerði að umfjöllunarefni í bók sinni Bildalian Chronicles sem hann gaf út á vormánuðum. Í þessu landi koma margir heimar saman og yfirskilvitleg fyrirbrygði eru daglegt brauð. Ingimar segir að á hátíðinni sé stefnt að því að fá listamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum sem halda muni leiksýningar, listsýningar og samkomur. Þetta er þó ekki vandalaust. „Ég leitaði til loftskipafyrirtækis sem hvað næst er og fékk það svar að það kosti 110 milljónir af fá loftskip til Íslands í einn dag þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að ég leita annarra leiða. En ég hef fengið vilyrði frá nokkrum listamönnum erlendis frá en nú vantar fjármagn til að koma þeim hingað með tækin sín. Annars er það stemmningin sem skipar mestan sess í þessu svo ef það er vilji þá er vegur.“ Ingimar virðist kunna vel við sig á mörkum þess yfirskilvitlega og þess raunverulega því hann tekur nú á móti gestum á Skrímslasetrinu á Bíldudal og fræðir þá um efni sem mestu raunsæismenn eiga örugglega erfitt með að kvitta uppá. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Listamaðurinn Ingimar Oddsson vinnur að því að halda gufupönkhátíð í Vesturbyggð næsta sumar. Það mun verða, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta slíka hátíðin sem haldin er hér á landi. „Gufupönk er stefna í list sem á rætur að rekja til vísindaskáldsagna gufualdar, Jules Vernes, H.G. Wells og fleiri,“ útskýrir Ingimar. „Þar er nútíma tækni sett í umgjörð nítjándu aldar.“ Hátíðin mun því vissulega bera svip Viktoríutímans og mörk skáldskapar og raunveruleika verða óljósari en ella. „Í júní á næsta ári, nánar tiltekið helgina 27. til 30 júní mun bæjarfélagið Vesturbyggð breytast í ævintýralandið Bíldalíu. Loftskip svífa yfir og fimleikamenn sýna listir sínar. Samkoman myndi ná hámarki sínu í stórdansleik þar sem fína fólkið dansar inn í nóttina. Karlpeningurinn með pípuhatta og konurnar í síðkjólum og korselettum.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, þarf þó engar áhyggjur að hafa af þessum umskiptum sveitarfélagsins því Bíldalía þessi er tilbúið ævintýraland sem Ingimar gerði að umfjöllunarefni í bók sinni Bildalian Chronicles sem hann gaf út á vormánuðum. Í þessu landi koma margir heimar saman og yfirskilvitleg fyrirbrygði eru daglegt brauð. Ingimar segir að á hátíðinni sé stefnt að því að fá listamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum sem halda muni leiksýningar, listsýningar og samkomur. Þetta er þó ekki vandalaust. „Ég leitaði til loftskipafyrirtækis sem hvað næst er og fékk það svar að það kosti 110 milljónir af fá loftskip til Íslands í einn dag þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að ég leita annarra leiða. En ég hef fengið vilyrði frá nokkrum listamönnum erlendis frá en nú vantar fjármagn til að koma þeim hingað með tækin sín. Annars er það stemmningin sem skipar mestan sess í þessu svo ef það er vilji þá er vegur.“ Ingimar virðist kunna vel við sig á mörkum þess yfirskilvitlega og þess raunverulega því hann tekur nú á móti gestum á Skrímslasetrinu á Bíldudal og fræðir þá um efni sem mestu raunsæismenn eiga örugglega erfitt með að kvitta uppá.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira