Innlent

Landsbankinn vill 15.000 fermetra húsnæði í miðborginni

Heimir Már Pétursson skrifar
Bankinn er nú til húsa á fjórtán stöðum í miðborginni, mest megnis í leiguhúsnæði.
Bankinn er nú til húsa á fjórtán stöðum í miðborginni, mest megnis í leiguhúsnæði.
Landsbankinn hefur óskað eftir viðræðum við borgarráð um byggingu allt að 15 þúsund fermetra húsnæðis fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans í miðborg Reykjavíkur og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Bankinn er nú til húsa á fjórtán stöðum í miðborginni, mest megnis í leiguhúsnæði.

Fyrir hrun bankanna og efnahagslífsins árið 2008 hafði Landsbankinn áform um að byggja veglegar nýjar höfuðstöðvar á lóð þar sem nú eru bílastæði við hlið höfuðstöðvar Tollstjóra og þá var gert ráð fyrir að húsið sem kennt hefur verið við Strætó á Lækjartorgi yrði rifið. Þau áform urðu að engu við bankahrunið.

Í lok síðustu viku sendi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, borgarráði bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um lóðakosti fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans. Bankinn stefni að því að þær verði í miðborginni þar sem bankinn og fyrirrennari hans hafi verið með höfuðstöðvar frá stofnun bankans.

Landsbankinn áætlar að byggja 13.500 til 15 þúsund fermetra húsnæði undir höfuðstöðvarnar.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann skilgreina sig sem miðbæjarfyrirtæki en hann hafi ekki farið fram á lóð við Hörpu, þótt borgarráð hafi vísað erindi bankans til Sítusar sem fer með lóðamál á Hörpureitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×