Innlent

Metfjöldi skráður í lengri hlaupin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Um helmingur keppenda hafði nú síðdegis sótt skráningargögn í Laugardalshöll.
Um helmingur keppenda hafði nú síðdegis sótt skráningargögn í Laugardalshöll. Mynd/KH.
„Það er 20-30% aukning í skráningum í tímatökuvegalengdir frá því í fyrra þegar við slógum met,“ sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka þegar blaðamaður Vísis talaði við hana nú síðdegis. 

Fjöldi fólks hafði þá lagt leið sína á skráningarhátíð maraþonsins sem staðið hefur yfir í Laugardalshöll frá því í morgun.

Um 12 þúsund manns höfðu forskráð sig á netinu, sem var fjölgun um 16% frá því í fyrra, og um 500 skráningar bæst við nú síðdegis .

Anna sagði erfitt að spá fyrir um hvort þátttökumetið frá því í fyrra, þegar 13.400 hlauparar fóru mislangar vegalengdir, yrði slegið. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur töluverður fjöldi skráninga í Latabæjarhlaupið og þriggja kílómetra skemmtiskokk skilað sér á hlaupadaginn sjálfan.

„Að lokum verð ég að nefna hversu ánægð við erum með áheitasöfnunina Hlaupastyrk. Við erum komin í 53 milljónir króna en gamla metið var um 46 milljónir. Krafturinn í þessum hópi er því alveg magnaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×