Innlent

Þurftu að fresta ferðalagi vegna hnetuofnæmis

Farþeginn, sextán ára stúlka, var með fjölskyldu sinni  á ferðalagi þegar hún veiktist.
Farþeginn, sextán ára stúlka, var með fjölskyldu sinni á ferðalagi þegar hún veiktist.
Flugfarþegi sem var á leið frá Íslandi til Halifax veiktist svo af hnetuofnæmi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni að kalla þurfti til lækni, auk þess sem lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart um málið.

Farþeginn, sextán ára stúlka, var með fjölskyldu sinni  á ferðalagi þegar hún veiktist. Erlendur læknir, sem staddur var í flugstöðinni á þessum tímas hlúði að stúlkunni og veitti henni nauðsynlega aðstoð.

Lögreglumenn aðstoðuðu svo fjölskylduna, sem fresta þurfti ferðalaginu um sinn, við að komast á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×