Innlent

Þrjár bílveltur á Suður- og Suðausturlandi í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Af slysstað við Skóga í dag.
Af slysstað við Skóga í dag. mynd/Aríel Pétursson
Um klukkan 8 missti ökumaður stjórn á jeppa við Svínhóla í Lóni um 40 kílómetra austan við Höfn. Gerðist það þegar steinn féll úr fjallshlíð og á veginn. Jeppinn valt og hafnaði utan vegar. Ökumaðurinn var einn í bílnum.

Við Krossbæ í Nesjum í Hornafirði valt svo lítill sendibíll á ellefta  tímanum og var sá ökumaður einnig einn í bílnum.

Báðir ökumenn sluppu með skrekkinn og að sögn lögreglunnar á Höfn var það notkun bílbelta að þakka.

Það var svo um fimmleytið í dag sem bíll valt við Skóga á Suðurlandi. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli voru þar tveir fullorðnir og barn sem öll voru í bílbelti og sluppu án meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×