Börnin grátbáðu feður sína að hætta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. desember 2013 14:33 "Ekki meiða pabba minn,“ sagði lítil stúlka við Jón Óðinn lögreglumann. Mynd/Getty „Út úr húsinu barst mikið háreysti. Við fórum inn. Á stofugólfinu veltust tveir menn um í átökum, báðir blóðugir. Eiginkonur þeirra stóðu hjá og æptu á þá um að hætta. Öldruð móðir annars mannsins sat niðurbrotinn í stofusófanum og hélt á kornabarni sem að hágrét í fanginu á henni. Foreldrar hins mannsins, sem líka voru öldruð reyndu ítrekað að taka þátt í átökunum, að því er virtist til að koma syni sínum til aðstoðar frekar en til að stilla til friðar.“ Svona lýsir Jón Óðinn Waage, fyrrverandi lögregluþjónn á Akureyri, fyrsta útkalli sínu þar sem börn voru fórnarlömb áfengisneyslu fullorðinna. Jón Óðinn skrifar pistil á Facebook-síðu sína um þessa upplifun og segir að útköll um slagsmál í heimahúsi voru ekki óalgeng og yfirleitt auðvelt að róa viðstadda og flytja þá í burtu sem ekki voru húsum hæfir. En þetta átti eftir að vera öðruvísi útkall. „En það sem að var verst að þarna voru mörg ung börn, flest langt innan við fermingu og nokkur á leikskólaaldri. Sum voru sem lömuð af skelfingu, önnur reyndu að grátbiðja feður sína um að hætta. Við skildum mennina í sundur með valdi, það var ekki nokkur leið að biðja þá um að hætta, þeir voru báðir mjög drukknir og því miður báðir þekktir af því að vera ofbeldisfullir með víni. Ég hélt öðrum manninum niðri en félagar mínir reyndu að ná valdi á hinum en það var erfitt því að foreldrar hans réðust með heift á félaga mína. Það er ekki auðvelt að beita aldrað fólk valdi, þetta var erfitt ástand,“ skrifar Jón Óðinn.Jón Óðinn Waage er fyrrverandi lögregluþjónn.Hann segir framkomu gamla fólksins hafa gert illt verra, sonur þeirra æstist allur upp og konan hans líka þegar reynt var að hafa hemil á gömlu hjónunum. Við þetta bættist barnsgráturinn, öll börnin voru farin að gráta hástöfum og voru hljóðin úr þeim átakanleg og nístu hjarta lögregluþjónanna. Jón Óðinn segir þetta ekki þá fjölskylduskemmtun sem börnin höfðu vonast eftir. Jón Óðinn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Við náðum að kalla eftir aðstoð, það veitti ekki af henni. Við svona aðstæður þarf að róa og hugga fjölskyldumeðlimi, það er ekki nóg að handjárna bara ofbeldismennina og fara svo. Meðan við biðum eftir aðstoð reyndum við að gera okkar besta við þessar aðstæður. Ég náði að koma handjárnum á þann sem að ég hafði yfirbugað, til þess þurfti að beita nokkru harðræði. Hann jós mig svívirðingum, hótaði bæði mér og öllum sem að mér tengdust, í litlu bæjarfélagi þá þekkist fólk. Ég reisti ofbeldismanninn upp og lagði af stað með hann út í lögreglubilinn. En ég komst ekki með hann út. Í forstofunni stóð lítil stúlka. Hún var í náttkjöl og hélt krampakenndu taki um bangsann sinn með annarri hendi. Litla stúlkan horfði á mig grátbólgnum augum, hún teygði fram lausu höndina til mín og sagði skjálfandi röddu: „Ekki meiða pabba minn“. Þetta var mitt fyrsta útkall þar sem börn voru fórnarlömb áfengisneyslu fullorðinna, því miður ekki það síðasta.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Út úr húsinu barst mikið háreysti. Við fórum inn. Á stofugólfinu veltust tveir menn um í átökum, báðir blóðugir. Eiginkonur þeirra stóðu hjá og æptu á þá um að hætta. Öldruð móðir annars mannsins sat niðurbrotinn í stofusófanum og hélt á kornabarni sem að hágrét í fanginu á henni. Foreldrar hins mannsins, sem líka voru öldruð reyndu ítrekað að taka þátt í átökunum, að því er virtist til að koma syni sínum til aðstoðar frekar en til að stilla til friðar.“ Svona lýsir Jón Óðinn Waage, fyrrverandi lögregluþjónn á Akureyri, fyrsta útkalli sínu þar sem börn voru fórnarlömb áfengisneyslu fullorðinna. Jón Óðinn skrifar pistil á Facebook-síðu sína um þessa upplifun og segir að útköll um slagsmál í heimahúsi voru ekki óalgeng og yfirleitt auðvelt að róa viðstadda og flytja þá í burtu sem ekki voru húsum hæfir. En þetta átti eftir að vera öðruvísi útkall. „En það sem að var verst að þarna voru mörg ung börn, flest langt innan við fermingu og nokkur á leikskólaaldri. Sum voru sem lömuð af skelfingu, önnur reyndu að grátbiðja feður sína um að hætta. Við skildum mennina í sundur með valdi, það var ekki nokkur leið að biðja þá um að hætta, þeir voru báðir mjög drukknir og því miður báðir þekktir af því að vera ofbeldisfullir með víni. Ég hélt öðrum manninum niðri en félagar mínir reyndu að ná valdi á hinum en það var erfitt því að foreldrar hans réðust með heift á félaga mína. Það er ekki auðvelt að beita aldrað fólk valdi, þetta var erfitt ástand,“ skrifar Jón Óðinn.Jón Óðinn Waage er fyrrverandi lögregluþjónn.Hann segir framkomu gamla fólksins hafa gert illt verra, sonur þeirra æstist allur upp og konan hans líka þegar reynt var að hafa hemil á gömlu hjónunum. Við þetta bættist barnsgráturinn, öll börnin voru farin að gráta hástöfum og voru hljóðin úr þeim átakanleg og nístu hjarta lögregluþjónanna. Jón Óðinn segir þetta ekki þá fjölskylduskemmtun sem börnin höfðu vonast eftir. Jón Óðinn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Við náðum að kalla eftir aðstoð, það veitti ekki af henni. Við svona aðstæður þarf að róa og hugga fjölskyldumeðlimi, það er ekki nóg að handjárna bara ofbeldismennina og fara svo. Meðan við biðum eftir aðstoð reyndum við að gera okkar besta við þessar aðstæður. Ég náði að koma handjárnum á þann sem að ég hafði yfirbugað, til þess þurfti að beita nokkru harðræði. Hann jós mig svívirðingum, hótaði bæði mér og öllum sem að mér tengdust, í litlu bæjarfélagi þá þekkist fólk. Ég reisti ofbeldismanninn upp og lagði af stað með hann út í lögreglubilinn. En ég komst ekki með hann út. Í forstofunni stóð lítil stúlka. Hún var í náttkjöl og hélt krampakenndu taki um bangsann sinn með annarri hendi. Litla stúlkan horfði á mig grátbólgnum augum, hún teygði fram lausu höndina til mín og sagði skjálfandi röddu: „Ekki meiða pabba minn“. Þetta var mitt fyrsta útkall þar sem börn voru fórnarlömb áfengisneyslu fullorðinna, því miður ekki það síðasta.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira