Innlent

Opnað fyrir umferð á Hverfisgötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur

Í dag verður opnað fyrir bílaumferð af Frakkastíg og niður Hverfisgötu.  Á þeim kafla sem bílaumferð er leyfð eru góðar gönguleiðir beggja vegna götunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkur borg.

„Óhætt er að segja að aðstæður vegfarenda  á Hverfisgötu batni dag frá degi.  Gangandi vegfarendur komast greiðlega alla götuna og einnig eru leiðir greiðar í bílastæðahús, bæði Traðarkot og Vitatorg.“

Öll gatnamót á Hverfisgötu eru nú opin fyrir bílaumferð og það er aðeins á kaflanum frá Vitastíg niður að Frakkastíg sem eingöngu er opið fyrir gangandi umferð. Endanlegum frágangi á gatnamótum Frakkastígs og Hverfisgötu lýkur í janúar. 

Skýringarmynd af aðgengi á Hverfisgötu. Mynd/Reykjavik.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.