Innlent

Opnað fyrir umferð á Hverfisgötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur
Í dag verður opnað fyrir bílaumferð af Frakkastíg og niður Hverfisgötu.  Á þeim kafla sem bílaumferð er leyfð eru góðar gönguleiðir beggja vegna götunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkur borg.

„Óhætt er að segja að aðstæður vegfarenda  á Hverfisgötu batni dag frá degi.  Gangandi vegfarendur komast greiðlega alla götuna og einnig eru leiðir greiðar í bílastæðahús, bæði Traðarkot og Vitatorg.“

Öll gatnamót á Hverfisgötu eru nú opin fyrir bílaumferð og það er aðeins á kaflanum frá Vitastíg niður að Frakkastíg sem eingöngu er opið fyrir gangandi umferð. Endanlegum frágangi á gatnamótum Frakkastígs og Hverfisgötu lýkur í janúar. 

Skýringarmynd af aðgengi á Hverfisgötu.Mynd/Reykjavik.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×