Margir óánægðir með val á íþróttamanni ársins Kristjana Arnarsdóttir skrifar 29. desember 2013 13:45 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu en þar á eftir kom frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir með 288 stig. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með valið í athugasemdakerfum og samskiptamiðlum í gær og töldu Anítu hafa átt sigurinn vísan. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segist hafa orðið fyrir vissum vonbrigðum. „Ég var alveg viss um að hún yrði valin en ég er greinilega bjartsýniskona. Ég hef fylgst ágætlega með Anítu og séð hana hlaupa bæði hér heima og erlendis og í mínum augum er hún rosalega mikil fyrirmynd. Hún var nýlega valin íþróttakona Reykjavíkur og hefur hún unnið Evrópu- og heimsmeistaratitla. Hún er vissulega ung en ég held að það eigi ekki að skipta máli. Það má þó ekki taka það af Gylfa að hann er auðvitað frábær knattspyrnumaður og er búinn að gera mikið fyrir íslenska landsliðið og ég vil nýta þetta tækifæri og óska honum innilega til hamingju, hann er frábær og flottur. En sigrar Anítu stóðu upp úr.“ Eva telur að breyta mætti fyrirkomulaginu á vali íþróttamanni ársins. „Ég held að það væri gott skref að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. Við gerðum það núna í Reykjavík og það gefur fleiri íþróttamönnum tækifæri, enda eigum við rosalega margt flott íþróttafólk.“ „Þetta mál var skoðað þegar kjörið varð 50 ára á sínum tíma og þá var ákveðið að halda sama fyrirkomulagi. Þetta var hefðin og það þótti ekki ástæða til þess að breyta því þá. Það hefur því ekki verið á dagskránni að breyta þessu en við tökum upp öll mál á aðalfundum eins og önnur samtök og ef það berast tillögur um breytingar þá skoðum við þær að sjálfsögðu,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna. Like-síða á FacebookKomin er upp like-síða á Facebook þar sem Anítu er óskað til hamingju með að vera íþróttamaður ársins árið 2013 og hafa rúmlega þúsund manns líkað við síðuna. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu en þar á eftir kom frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir með 288 stig. Fjölmargir lýstu yfir óánægju sinni með valið í athugasemdakerfum og samskiptamiðlum í gær og töldu Anítu hafa átt sigurinn vísan. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segist hafa orðið fyrir vissum vonbrigðum. „Ég var alveg viss um að hún yrði valin en ég er greinilega bjartsýniskona. Ég hef fylgst ágætlega með Anítu og séð hana hlaupa bæði hér heima og erlendis og í mínum augum er hún rosalega mikil fyrirmynd. Hún var nýlega valin íþróttakona Reykjavíkur og hefur hún unnið Evrópu- og heimsmeistaratitla. Hún er vissulega ung en ég held að það eigi ekki að skipta máli. Það má þó ekki taka það af Gylfa að hann er auðvitað frábær knattspyrnumaður og er búinn að gera mikið fyrir íslenska landsliðið og ég vil nýta þetta tækifæri og óska honum innilega til hamingju, hann er frábær og flottur. En sigrar Anítu stóðu upp úr.“ Eva telur að breyta mætti fyrirkomulaginu á vali íþróttamanni ársins. „Ég held að það væri gott skref að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins. Við gerðum það núna í Reykjavík og það gefur fleiri íþróttamönnum tækifæri, enda eigum við rosalega margt flott íþróttafólk.“ „Þetta mál var skoðað þegar kjörið varð 50 ára á sínum tíma og þá var ákveðið að halda sama fyrirkomulagi. Þetta var hefðin og það þótti ekki ástæða til þess að breyta því þá. Það hefur því ekki verið á dagskránni að breyta þessu en við tökum upp öll mál á aðalfundum eins og önnur samtök og ef það berast tillögur um breytingar þá skoðum við þær að sjálfsögðu,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna. Like-síða á FacebookKomin er upp like-síða á Facebook þar sem Anítu er óskað til hamingju með að vera íþróttamaður ársins árið 2013 og hafa rúmlega þúsund manns líkað við síðuna.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira