Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2013 11:49 Þegar Ísland var að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstætt ríki naut það ríkulegrar aðstoðar, meðal annars með Marshall aðstoð Bandaríkjamanna sem annars var bara veitt þjóðum sem fóru illa út úr seinni heimsstyrjöldinni. Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Íslendingar hafa þegið heldur meira í þróunaraðstoð frá því landið varð sjálfstætt en þeir hafa greitt í aðstoð til annarra landa. Forsætisráðherra segir samstöðu um það í ríkisstjórninni að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að þróuð ríki verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar en fá eða engin ríki hafa náð því markmiði. Ísland hefur þó verið í lægri kantinum, en undir lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að bæta verulega í á þessu ári og næstu árum til að nálgast þetta markmið. Tillögur hafa hins vegar verið á sveimi um að skera þetta niður um hundruð milljóna.„Er það einhver slík upphæð að svo ríka þjóð muni um það að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum? „Ég hef nú lengi verið mjög fylgjandi því að við reyndum að nálgast þetta markmið og held að það sé almenn samstaða um það í ríkisstjórninni. Og raunar held ég að síðasta ríkisstjórn hafi viljað nálgast markmiðið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Engu að síður hafi framlögin verið skorin töluvert niður árin 2010, 2011 og 2012.Forsætisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórninni um að reyna að nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna.MYND/DANÍEL„Nú hafa menn ekki komist hjá því í þeirri viðleitni að ná hallalausum fjárlögum að skoða þennan lið eins og aðra. En þar sýnist mér að niðurstaðan verði að framlögin verði hærri en t.d. 2011 og 2012 og sem hlutfall af landsframleiðslu að minnsta kosti jafn mikil og þau ár. Þannig að það er þetta ár, 2013, sem sker sig úr en að öðru leyti halda menn áfram þeirri vinnu að auka þessi framlög,“ segir forsætisráðherra. Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi birtir samantekt á Facebooksíðu sinni sem sýnir að frá því Ísland varð að fullu sjálfstætt ríki árið 1944 hafa Íslendingar þegið rúma 59 milljarða í þróunaraðstoð, en veitt 58 milljarða.Hvernig má það vera að Íslendingar hafa þegið meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt?„Mér lék forvitni á að kynna mér einmitt þessar tölur. Þannig að þetta er mín ágiskun og mínir útreikningar. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé staðan. Þó auðvitað væri eðlilegt að við myndum halda betur utan um þessar tölur og greina þær,“ segir Stefán Ingi. Hann ítrekar að þetta sé hans persónulega samantekt en ekki UNICEF's, en Íslendingar hafi fengið ríkulega þróunaraðstoð með Marshall áætlun Bandaríkjamanna eftir stríð og frá Alþjóðabankanum, sem munað hafi um.Þegar við vorum að stíga í okkar sjálfstæðu lappir þá munaði um þetta til að byggja hér upp atvinnulíf og annað?„Já, það voru mjög mörg verkefni studd af þessu. Allt frá virkjunum yfir í verksmiðjur og vegaframkvæmdir. Þetta er saga sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur að halda vel utan um og muna eftir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira