Enski boltinn

Stórkostlegt mark hjá Sandro | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brasilíumaðurinn hamraði boltann efst í markhornið af löngu færi.

Brasilíumaðurinn Sandro skoraði eitt af mörkum tímabilsins í viðureign Tottenham og Manchester United í dag.

Sandro fékk boltann langt utan teigs og hamraði hann með hægri efst í markhornið. David De Gea, markvörður United, stóð bara og gapti eins og allir aðrir á White Hart Lane. Sandro kom liði sínu í 2-1 en Wayne Rooney jafnaði úr vítaspyrnu.

Beina textalýsingu frá leiknum má finn hér en hann er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×