Borgarstjóri kvíðir skyldum heimilisföðursins á aðventunni og breytist í Indriða Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 19:17 Aðventan hófst með formlegum hætti á Austurvelli í Reykjavík í dag, en borgarstjóri fékk aðstoð frá ungum norsk-íslenskum dreng þegar tendrað var á jólatréi Oslóborgar við hátíðlega athöfn. Oslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatréi í 62 ár. Ákveðið var fyrir tíu árum að þetta tiltekna tré sem er fjörtíu og tveggja ára gamalt, yrði gefið Reykvíkingum. En Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í nóvember síðast liðnum. Það mátti sjá jólin nálgast í augum barnanna á Austurvelli í dag á fyrsta sunnudegi aðventu og mörg þeirra vildu tala við borgarstjórann sem fúslega sat fyrir með þeim á mynd. En sjálfur segist Jón ekki vera mikið jólabarn í sér. „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir hann og hlær. En hann samgleðjist með öðrum og þá sérstaklega börnunum. „En sem faðir margra barna þá hefur þetta oft verið mikil vinna og tímabil vesens. Þannig að ég myndi ekki segja að ég væri mikið jólabarn í mér. Ég er alltaf smá kvíðinn þegar ég fer að taka upp kassann með seríunum og tékka hvort allar perurnar séu heilar og svona,“ segir Jón. En brýst þá fræg persóna fram í honum sem hann hefur skapað, Indriði, sem er með flest á hornum sér? „Já, .... og hver á að laga þetta, á ég að gera það. Af hverju er það alltaf ég,“ segir Indriði í gegnum Jón Gnarr og hlær innilega. Myndband með hinum ódauðlega Indriða þeirra Fóstbræðra má sjá hér að neðan. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Aðventan hófst með formlegum hætti á Austurvelli í Reykjavík í dag, en borgarstjóri fékk aðstoð frá ungum norsk-íslenskum dreng þegar tendrað var á jólatréi Oslóborgar við hátíðlega athöfn. Oslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatréi í 62 ár. Ákveðið var fyrir tíu árum að þetta tiltekna tré sem er fjörtíu og tveggja ára gamalt, yrði gefið Reykvíkingum. En Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í nóvember síðast liðnum. Það mátti sjá jólin nálgast í augum barnanna á Austurvelli í dag á fyrsta sunnudegi aðventu og mörg þeirra vildu tala við borgarstjórann sem fúslega sat fyrir með þeim á mynd. En sjálfur segist Jón ekki vera mikið jólabarn í sér. „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir hann og hlær. En hann samgleðjist með öðrum og þá sérstaklega börnunum. „En sem faðir margra barna þá hefur þetta oft verið mikil vinna og tímabil vesens. Þannig að ég myndi ekki segja að ég væri mikið jólabarn í mér. Ég er alltaf smá kvíðinn þegar ég fer að taka upp kassann með seríunum og tékka hvort allar perurnar séu heilar og svona,“ segir Jón. En brýst þá fræg persóna fram í honum sem hann hefur skapað, Indriði, sem er með flest á hornum sér? „Já, .... og hver á að laga þetta, á ég að gera það. Af hverju er það alltaf ég,“ segir Indriði í gegnum Jón Gnarr og hlær innilega. Myndband með hinum ódauðlega Indriða þeirra Fóstbræðra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira