Borgarstjóri kvíðir skyldum heimilisföðursins á aðventunni og breytist í Indriða Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 19:17 Aðventan hófst með formlegum hætti á Austurvelli í Reykjavík í dag, en borgarstjóri fékk aðstoð frá ungum norsk-íslenskum dreng þegar tendrað var á jólatréi Oslóborgar við hátíðlega athöfn. Oslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatréi í 62 ár. Ákveðið var fyrir tíu árum að þetta tiltekna tré sem er fjörtíu og tveggja ára gamalt, yrði gefið Reykvíkingum. En Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í nóvember síðast liðnum. Það mátti sjá jólin nálgast í augum barnanna á Austurvelli í dag á fyrsta sunnudegi aðventu og mörg þeirra vildu tala við borgarstjórann sem fúslega sat fyrir með þeim á mynd. En sjálfur segist Jón ekki vera mikið jólabarn í sér. „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir hann og hlær. En hann samgleðjist með öðrum og þá sérstaklega börnunum. „En sem faðir margra barna þá hefur þetta oft verið mikil vinna og tímabil vesens. Þannig að ég myndi ekki segja að ég væri mikið jólabarn í mér. Ég er alltaf smá kvíðinn þegar ég fer að taka upp kassann með seríunum og tékka hvort allar perurnar séu heilar og svona,“ segir Jón. En brýst þá fræg persóna fram í honum sem hann hefur skapað, Indriði, sem er með flest á hornum sér? „Já, .... og hver á að laga þetta, á ég að gera það. Af hverju er það alltaf ég,“ segir Indriði í gegnum Jón Gnarr og hlær innilega. Myndband með hinum ódauðlega Indriða þeirra Fóstbræðra má sjá hér að neðan. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Aðventan hófst með formlegum hætti á Austurvelli í Reykjavík í dag, en borgarstjóri fékk aðstoð frá ungum norsk-íslenskum dreng þegar tendrað var á jólatréi Oslóborgar við hátíðlega athöfn. Oslóarbúar hafa gefið Reykvíkingum jólatréi í 62 ár. Ákveðið var fyrir tíu árum að þetta tiltekna tré sem er fjörtíu og tveggja ára gamalt, yrði gefið Reykvíkingum. En Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í að fella tréð í nóvember síðast liðnum. Það mátti sjá jólin nálgast í augum barnanna á Austurvelli í dag á fyrsta sunnudegi aðventu og mörg þeirra vildu tala við borgarstjórann sem fúslega sat fyrir með þeim á mynd. En sjálfur segist Jón ekki vera mikið jólabarn í sér. „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir hann og hlær. En hann samgleðjist með öðrum og þá sérstaklega börnunum. „En sem faðir margra barna þá hefur þetta oft verið mikil vinna og tímabil vesens. Þannig að ég myndi ekki segja að ég væri mikið jólabarn í mér. Ég er alltaf smá kvíðinn þegar ég fer að taka upp kassann með seríunum og tékka hvort allar perurnar séu heilar og svona,“ segir Jón. En brýst þá fræg persóna fram í honum sem hann hefur skapað, Indriði, sem er með flest á hornum sér? „Já, .... og hver á að laga þetta, á ég að gera það. Af hverju er það alltaf ég,“ segir Indriði í gegnum Jón Gnarr og hlær innilega. Myndband með hinum ódauðlega Indriða þeirra Fóstbræðra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira