Enski boltinn

Samningaviðræður við Rooney ekki hafnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney hefur verið ómetanlegur á tímabilinu.
Rooney hefur verið ómetanlegur á tímabilinu. mynd/nordic photos/getty
Wayne Rooney hefur farið á kostum á leiktíðinni hjá Englandsmeisturum Manchester United og vonast félagið til að framlengja samning enska landsliðsframherjans á næstunni en hann er samningsbundinn félaginu fram á sumar 2015.

Rooney skorað bæði mörk Manchester United sem gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í dag og hann hefur nú skorað 8 mörk í deildinni.

David Moyes var spurður út í það eftir leikinn í dag hvort ekki stæði til að hefja samningaviðræður við leikmanninn og tryggja að sagan frá því í sumar endurtaki sig ekki en Rooney vildi vera seldur til Chelsea í sumar.

„Við erum í góðir og erum hættir að hugsa um sumarið. Samningaviðræðurnar hefjast þegar það á við. Réttir aðilar munu sjá um það,“ sagði Moyes sem var ánægður með frammistöðu Rooney gegn Tottenham.

„Hann lék aftur vel. Hann á skilið allt það hrós sem hann fær. Hann er að leika vel og skora mörk,“ sagði Moyes var sáttur við stig í London.

„Það er aldrei auðvelt að kom til Tottenham. Þeir eru stoltir og sýndu það í dag. Við reyndum að ná þriðja markinu.

„Við höfum áhyggjur af því að vera ekki nær toppnum en tímabilið er langt og við getum bætt okkur. Við verðum í námunda við toppinn þegar það skiptir máli,“ sagði Moyes en Manchester United er 9 stigum frá toppnum.

„Það eru margir leikir framundan næstu átta vikurnar og við verðum vonandi nær toppnum að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×