Enski boltinn

Messan: Allir landsliðsmennirnir hoppuðu

„Hvernig dettur þeim í hug að hoppa,“ spurði Hjörvar Hafliðason um markið sem Kyle Walker skoraði fyrir Tottenham gegn Manchester United um helgina.

Walker skoraði markið beint úr aukaspyrnu með því að senda boltann undir fjögurra manna varnarvegginn en þeir hoppuðu allir þegar að Walker tók spyrnuna.

„Þarna eru fjórir enskir landsliðsmenn í veggnum. Þeir þekkja allir Kyle Walker og vita að hann hefur ekki spyrnutækni til að setja boltinn yfir vegginn og inn af átján metrum,“ bætti Hjörvar við.

Bjarni Guðjónsson var þó ekki ósammála þeirri ákvörðun að láta leikmenninna í veggnum hoppa. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×