David Moyes segir að það komi sér ekkert lengur á óvart í knattspyrnunni en hann mætir sínu gamla liði í fyrsta sinn kvöld.
Moyes tók við af Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United í sumar eftir ellefu góð ár hjá Everton. Liðin mætast á Old Trafford í kvöld.
„Ég á von á öllu þegar að knattspyrnuáhugamenn eru annars vegar en ég vona að stuðningsmenn Everton séu meðvitaðir um söguna,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla.
„Á fyrstu tíu árum ensku úrvalsdeildarinnar náði Everton í efri hluta deildarinnar kannski einu sini. Á síðari áratugnum vorum við reglulega á meðal tíu efstu,“ bætti hann við.
„Menn gera sér því vonandi grein fyrir því að ég hjálpaði til að koma félaginu á rétta braut. Ég átti frábært samband við stuðningsmenn liðsins en nú er ég hjá Manchester United. Og stuðningsmenn Everton munu vitaskuld styðja sitt lið í kvöld.“
Moyes segir að hann væri örugglega enn hjá Everton ef hann hefði ekki fengið tilboðið frá Manchester United.
„Sir Alex hringdi í mig fjórum eða fimm vikum áður en tímabilinu lauk. Ef hann hefði ekki hringt væri ég væntanlega enn að starfa sem stjóri Everton.“
Moyes á von á kaldri kveðju
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn

Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn



Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn