Úrúgvæinn Luis Suarez var stjarna kvöldsins í enska boltanum. Það héldu honum engin bönd í 5-1 sigri Liverpool á Norwich.
Suarez byrjaði með látum en hann skoraði sannkallað gull af marki snemma leiks með stórkostlegu langskoti. hann var ekki hættur og bætti öðru marki við 15 mínútum síðar.
Hann fullkomnaði síðan þrennuna á 35. mínútu með marki upp úr frábæru einstaklingsframtaki. Lygileg frammistaða hjá honum og þriðja þrennan hans gegn Norwich. Hann er fyrsti maðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem skorar þrjár þrennur gegn sama félaginu.
Hann varð einnig þriðji leikmaðurinn í sögu Liverpool sem skorar þrennu í fyrri hálfleik. Hinir eru Michael Owen og Robbie Fowler. Owen tókst það tvisvar sinnum.
Suarez var ekki saddur því hann fullkomnaði fernuna í síðari hálfleik með frábæru marki enn og aftur. Fyrsta fernan í ensku úrvalsdeildinni í tvö ár.
Norwich fékk sárabótamark áður en Raheem Sterling skoraði fimmta markið fyrir Liverpool. Arkitektinn að sjálfsögðu Suarez.
Ferna og stoðsending hjá Suarez

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

