Innlent

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.

Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um að vera ölvaðir undir stýri, og þar af einn handtekinn fyrir vörslu fíkniefna. 

Tveir menn handteknir fyrir óspektir í heimahúsum.

Annar þeirra er grunaður um heimilisofbeldi í austurborginni og gisti hann í fangaklefa í nótt.

Hinn hafði hinsvegar verið gestkomandi á heimili í Kópavogi og ráðist þar á húsráðendur. Sá var í mjög annarlegu ástandi og verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.

Þá voru tvær líkamsárásir tilkynntar í miðborginni en ölvun var umtalsverð á svæðinu og einnig nokkuð um minniháttar pústra tengdu skemmtanahaldi.

Slökkvilið hafði einnig í nógu að snúast í nótt. En tilkynnt var um tvo bruna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Í Hafnafirði brann vinnuskúr til kaldra kola. Ekki er vitað um eldsupptök. Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um bruna í íbúðarhúsi við Njálsgötu í Reykjavík.

Mikil reykjalykt var á staðnum og einn fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar með minniháttar reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×