Innlent

Framhald aðgerða í Kolgrafafirði ákveðið eftir helgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Pjetur
„Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld.“ Þetta segir í tilkynningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Veðrið gerði verkið erfitt í gær og ekki tókst að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú. Mikill vindur og mikil rigning var í Kolgrafafirði í gær og ekki er útlit fyrir að hægt verði að halda aðgerðum áfram næstu daga.

„Stefnt er að því að endurmeta stöðuna eftir helgi með tilliti til framhalds aðgerða og annarra möguleika á að bregðast við síldarkomunni í Kolgrafafirði. Mun viðbúnaður miðast við að hægt verði að halda aðgerðum áfram með tiltölulega stuttum fyrirvara um leið og hugað er að lausnum til lengri tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×