Innlent

Jólakötturinn bíður eftir nýjum eiganda í Kattholti

Það kenndi ýmissa grasa á jólabasarnum og fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að versla í jólapakkann, jóladressið eða bara til að skoða.

Kettirnir í katthollti eru 40-50 talsins og vonast forstöðukonan til þess að sem flestir þeirra fái gott heimili fyrir jólin. 

Basarinn er ein af þeirra helstu tekjuöflunum og því mikilvægur fyrir þetta stóra heimili.

Jólakötturinn Ugla er ein þeirra fjölmörgu loðbolta sem leitar af nýjum eiganda. Hún bar sig ágætlega í fangi fréttamanns og hafði litlar áhyggjur af fjarskiptum og skuldaniðurfellingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×