Enski boltinn

Hvað gerist ef ég hætti að skora?

vísir/getty
Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur verið í flottu formi með Man. City í vetur. Hann hefur skorað átta mörk í deildinni en hefur áhyggjur af því hvað gerist ef hann skildi kólna fyrir framan markið.

"Ég er að spila vel og hef byrjað leiktína eins og ég vildi. Ég verð að halda áfram á sömu braut því annars gætum við lent í vandræðum," sagði Aguero.

"Flest markanna minna hafa skilað liðinu stigum og það er mjög mikilvægt. Við erum með liðið til að fara alla leið en við þurfum að ná stöðugleika."

City er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×