Íslendingar skæðustu lyfjaneytendur í heimi Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2013 11:50 Magnús Jóhannsson: Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár. Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“ Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira