Innlent

Forsætisnefnd Alþingis kærir Reykjavíkurborg útaf Landsímareitnum

Höskuldur Kári Schram skrifar

Forsætisnefnd Alþingis hefur kært Reykjavíkurborg útaf deiliskipulagi á Landsímareit við Austurvöll til úrskurðarnefndar umverfis- og auðlindamála.

Í kærunni er Reykjavíkurborg sögð brjóta gegn 36. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi sé friðheilagt og engin megi raska frið þess né frelsi. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfesti þetta í samtali við Vísi en hann segir að yfirgnæfandi meirihluti forsætisnefndar hafi samþykkt að kæra málið. „Við teljum margt aðfinnsluvert við þetta deiliskipulag og teljum að það þrengi verulega að starfsemi Alþingis,“ sagði Einar.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, gerði einnig athugasemdir við deiliskipulagið á síðasta kjörtímabili en m.a. er gert ráð fyrir því að Landsímahúsinu verði breytt í hótel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.