Enski boltinn

Skildu ketilinn eftir í þvagskálinni

Forráðamenn Boreham segja þessa mynd vera sviðsetta.
Forráðamenn Boreham segja þessa mynd vera sviðsetta.
Viðureign Boreham Wood FC og Carlisle United í ensku bikarkeppninni hefur eðli málsins samkvæmt ekki fengið mikla fjölmiðlaathygli. Stríðið sem nú stendur yfir á milli liðanna hefur aftur á móti vakið athygli.

Liðin þurftu að mætast tvisvar og hafði Carlisle dramatískan sigur í seinni leiknum með marki á 94. mínútu.

Eftir því sem forráðamenn Carlisle segja þá skildu leikmenn tapsárir leikmenn Boreham við klefann sinn í slæmu ástandi. Þeir eiga að hafa migið út um öll gólf, skemmt hurðir með spörkum og að lokum skilið eftir teketil í þvagskálinni.

Forráðamenn Carlisle hafa hótað því að fara í mál við Boreham ef félagið fær ekki afsökunarbeiðni. Hún er ekki á leiðinni því forráðamenn Boreham segja þetta allt vera lygar.

Verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×