Enski boltinn

Búið að vera brjálað tímabil

Goðsögnin Ryan Giggs mun fagna fertugsafmæli sínu á föstudag en þrátt fyrir háan "knattspyrnualdur" er Giggs enn í hörkuformi og gæti þess vegna spilað á næsta tímabili.

Hann hefur upplifað ýmislegt á löngum og farsælum ferli. Hann hefur þó ekki upplifað oft álíka byrjun á tímabilinu og núna.

"Þetta er búið að vera brjálað tímabil það sem af er. Við höfum svo oft keppt um titilinn að við vitum vel að við verðum bara að hanga inni í baráttunni til þess að eiga möguleika á titlinum. Á meðan okkar leikur er ekki upp á það besta er samt mikilvægt að taka stig og hanga í efstu liðunum," sagði Giggs.

"Ef við erum enn með í baráttunni í janúar og komumst þá á skrið þá sýnir sagan að það lið á flotta möguleika."

Man. Utd spilar gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og getur tryggt sér farseðil inn í sextán liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×