Enski boltinn

Man. City hefur áhuga á Casillas

Casillas og Ronaldo.
Casillas og Ronaldo.
Iker Casillas gæti verið búinn að finna lausn á sínum vandamálum því enska stórliðið Man. City hefur mikinn áhuga á að kaupa hann frá Real Madrid.

Sky Sports greinir frá þessu í dag. Casillas hefur lítið annað gert undanfarið ár en að sitja á bekknum hjá Real og ekki útlit fyrir að það muni breytast.

Jose Mourinho setti Diego Lopez í markið í hans stað á síðustu leiktíð og Lopez hefur ekki gefið sætið eftir. Á meðan situr aðallandsliðsmarkvörður Spánverja á bekknum.

Casillas er goðsögn hjá Real Madrid og hefur nánast unnið allt í boltanum með félaginu.

Þó svo hann sé enn landsliðsmarkvörður Spánar er ekkert víst að hann verði það næsta sumar er HM fer fram. Í það minnsta ef hann fer ekkert að spila.

Joe Hart hefur ekki staðið undir væntingum hjá City í vetur og því er félagið að skoða kaup á Casillas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×