Innlent

Fjórir veittust að 10 ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi í hádeginu síðastliðinn laugardag, 23. nóvember.

Þar veittust fjórir piltar að 10 ára dreng, en árásin átti sér stað á bifreiðaplani við leikskólann Lyngheima, gegnt verslun 10-11 í Langarima.

Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árásinni, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is.

Upplýsingum má enn fremur koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×